fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Dæmdur til dauða fyrir að gagnrýna stjórnvöld – „Enginn er óhultur og jafnvel saklaust tíst getur kostað þig lífið“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 1. september 2023 06:21

Riyadh, höfuðborg Saudi Arabíu, að kvöldi til

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómstóll í Saudi-Arabíu hefur komist að þeirri niðurstöðu að dæma kennara á eftirlaunum til dauða fyrir fimm tíst sem gagnrýndu spillingu og mannréttindabrot stjórnvalda. CNN greinir frá.

Muhammad al-Ghamdi, 54 ára kennari sem sestur var í helgan stein, var handtekinn á síðasta ári fyrir að nethegðun sína. Að sögn samtakanna Human Rights Watch fékk al-Ghamdi lítinn aðgang að lögfræðiaðstoð en honum var gefið að sök að hafa gagnrýnt stjórnvöld, þá sérstaklega kóng og krónprins ríkisins á Twitter og þannig grafið undan þeim og stutt við hugmyndafræði hryðjuverkamanna.

Bróðir al-Ghamdi, Saeed, er þekktur gagnrýnandi stjórnvalda og hefur búið í sjálfskipaðri útlegð í Bretlandi undanfarin ár. Hann segist telja að dauðadómur bróður síns sé ætlaður til þess að refsa sér einnig. „Mér hefur verið skipað að snúa aftur til Saudi Arabíu af stjórnvöldum en því hef ég neitað. Það er mjög líklegt að dauðadómur bróður míns sé til höfuðs mér fyrir baráttu mína. Meint brot hans hefðu annars ekki átt að þýða svona þungan dóm,“ segir Saeed.

„Kúgun stjórnvalda í Saudi Arabíu er komin á hættulegt stig þegar að dómstóll getur dæmt þig til dauða fyrir friðsöm tíst,“ er haft eftir Joey Shea, sérfræðingi í málefnum Saudi Arabíu hjá Human Rights Watch.

Samkvæmt samtökunum hafa stjórnvöld í Saudi Arabíu tekið 92 einstaklinga af lífi það sem af er ári. Árið 2022 var fjöldinn 148 einstaklingar en um var að ræða tvöföldun frá árinu 2021.

Gagnrýnendur segja að dómurinn sé til marks um hvað stjórnvöld í landinu ganga sífellt lengra í að berja niður málfrelsi. „Stjórnvöld eru að senda skýr og nöturleg skilaboð – enginn er óhultur og jafnvel saklaust tíst getur kostað þig lífið,“ er haft eftir Loujain al-Hathloul hjá samtökunum ALQST.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg