fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Furða sig á innheimtubaróni sem fagnar auknum tekjum vegna vaxandi vanskila

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 30. ágúst 2023 14:30

Myndin er samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Magnason framkvæmdastjóri innheimtufyrirtækisins Inkasso-Momentum segir frá því í samtali við Morgunblaðið í dag að vanskil séu að aukast og tekjur í innheimtugeiranum fari þar af leiðandi vaxandi. Með fréttinni er birt mynd af Guðmundi brosandi.

Fjölmiðlamennirnir Egill Helgason og Gunnar Smári Egilsson, sem jafnframt er þekktur sem sósíalistaleiðtogi, eru meðal þeirra sem gagnrýna Guðmund harðlega fyrir þessi orð í færslum á Facebook en Gunnar Smári er þó einna harðorðastur.

Guðmundur segir við Morgunblaðið að áhrifum Covid-19 faraldursins á íslensku innheimtufyrirtækin hafi mátt líkja við hamfarir. Vanskil hafi þá dregist verulega saman, lán hafi verið fryst og fyrirtæki fengið fyrirgreiðslu til að komast í gegnum erfiðasta kaflann. Samdráttur í innheimtugeiranum vegna þessa hafi átt verulegan þátt í að ákveðið var að sameina innheimtufyrirtækin Inkasso og Momentum. Nú séu umsvifin í innheimtugeiranum aftur að aukast.

Guðmundur segir að á þessu ári hafi dregið úr greiðsluhraða sem hafði farið vaxandi fram að því:

„Það eru töluverðar fréttir út af fyrir sig en engin hættumerki um enn sem komið er að þetta sé farið að snúast í hina áttina,“ segir Guðmundur við Morgunblaðið.

Þróunin frá 2019 sé ekki gengin til baka en nú sé „nýtt fólk að detta inn sem hefur ekki verið í vanskilum áður.“

Hann segir það gefa til kynna að hækkandi vextir séu farnir að segja til sín.

Á meðan Covid-19 faraldrinum stóð sem hæst, haustið 2020, var Guðmundur forstjóri netverslunarinnar Heimkaupa og sagði þá mbl.is frá því að sala fyrirtækisins hefði stóraukist.

Deila ekki ánægjunni

Margt málsmetandi fólk hefur lýst yfir furðu sinni og óánægju með ánægju Guðmundar vegna vaxandi tekna innheimtugeirans.

Egill Helgason fjölmiðlamaður segir í sinni færslu:

„Var ekki eitt sinn talað um menn sem hefðu atvinnu af því að bera út ekkjur og munaðarlausa? Þessi hefur altént góða lyst á skuldasúpu.“

Illugi Jökulsson kollegi Egils og vinur rifjar upp fyrri reynslu sína af viðskiptum við innheimtufyrirtæki, á hans yngri árum, ritar:

„Innheimtufyrirtækin unnu þó að minnsta kosti eftir gefnum reglum og þar var fólk sem hægt var að tala við. Maður fékk jafnvel á tilfinninguna að það væri sameiginlegt markmið mitt og fyrirtækjanna að leysa málin svo sársaukalaust sem kostur var. Nú hef ég vissulega ekki þurft að spjalla við fólk hjá þessum fyrirtækjum í mjög langan tíma, en orð þessa glaðhlakkalega forstjóra virðast benda til þess að fyrirtækin séu farin að hugsa öðruvísi. En kannski var þetta viðmót bara minn misskilningur.“

Margrét Tryggvadóttir rithöfundur og fyrrverandi alþingismaður skrifar:

„Og maðurinn er bara svona feykilega glaður með þetta! Hvað næst? Uppgrip í jarðarförum?“

Marinó G. Njálsson ráðgjafi og fyrrum talsmaður Hagsmunasamtaka heimilanna segir í athugasemd við færslu Margrétar:

„Hann er eins og maðurinn með ljáinn að fagna svarta dauða. Lægra verður ekki lagst. Þeir hljóta að stíga dans saman, Guðmundur Magnason og Ásgeir Jónsson.“

Valdimar Örn Flygenring leikari lýsir einnig furðu sinni:

„Hann fer brosandi í bankann þessi… hver ætli sjái um almannatengslin hjá þeim.“

Einna harðorðastur er þó Gunnar Smári Egilsson fjölmiðlamaður og formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands. Hann ritar í færslu í umræðuhóp flokksins á Facebook:

„Á miðöldum gengu böðlar til sinna starfa með hettu á höfði, svo fólk þekkti þá ekki. Það var gert til að verja það ólukkunnar fólk sem tók að sér þetta starf, svo það gæti lifað án fordæmingar í samfélagi manna. Við lifum ólíka tíma og annað siðferði. Í dag er víxlurum hampað og okurlánurum, leigusölum sem níðast á leigjendum og meira að segja innheimtumönnum sem ráðast að þeim sem standa veikast. Þeir mæta brosandi á opinberan vettvang og fagna auknum tekjum sínum samhliða versnandi efnahag almennings.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Í gær

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“