Tilkynnt var til lögreglu um hópslagsmál í hverfi 104 í gærkvöld eða nótt. Segir frá þessu í dagbók lögreglu en ekki er greint nánar frá atvikinu. Einnig er greint frá því að hópslagsmál hafi átt sér stað í Kópavogi og segir heldur ekki nánar frá þeim.
Í dagbókinni segir einnig frá því að tilkynnt var um mann sem var að brjóta sér leið inn í húsnæði í miðborginni. Var hann handtekinn, grunaður um eignaspjöll.
Tilkynnt var um mann í miðborginni sem olli eignarspjöllum á bílum. Ekki segir nánar frá atvikinu.
Tilkynnt var um mann sem var til vandræða inni á skemmtistað. Vísaði lögregla honum burtu.