fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fréttir

Gönguhóp í sjálfheldu bjargað – Myndir

Ritstjórn DV
Föstudaginn 11. ágúst 2023 12:00

Mynd: Landsbjörg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg kemur fram að í gærkvöldi hafi borist beiðni frá gönguhópi sem var á ferð í talsverðu brattlendi í hlíð milli Skarðstinds og Nípukolls í Norðfirði.

Þarna voru fjórir einstaklingar saman á ferð sem töldu sig komna í sjálfheldu og treystu sér ekki lengra. Björgunarfólk hélt af stað gangandi til móts við fólkið, eftir að það hafði verið staðsett í fjallinu með aðstoð dróna.

Í tilkynningunni segir að reynt hafi verið að leiðbeina fólkinu niður miðað við hvað sást á drónamyndum og í kíki neðanfrá. Björgunarfólk hafi síðan komist að lokum að hópnum og gat leiðbeint og aðstoðað hann niður hlíðina.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá björgunaraðgerðinni:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brjálaður og braut rúðu í hamaganginum

Brjálaður og braut rúðu í hamaganginum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Örvæntingarfull leit Úkraínumanna og Rússa að nýjum hermönnum

Örvæntingarfull leit Úkraínumanna og Rússa að nýjum hermönnum