fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fréttir

„Ísland er samfélag kjaftasagna og sakamálin fá oft þannig afgreiðslu að það verða til hugmyndir og sögusagnir sem fara á milli manna“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 8. ágúst 2023 10:00

Sigursteinn Másson Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigursteinn Másson fjölmiðlamaður segir sannleikann alltaf betri en kjaftasögur. Sigursteinn, sem er nýjasti gesturinn í hlaðvarpi  Sölva Tryggvasonar  vinnur nú að enn einni seríunni af ,,Sönnum Íslenskum Sakamálum”, sem hafa notið mikilla vinsælda:

,,Málin sem er verið að fjalla um eru auðvitað oft viðkvæm gagnvart aðstandendum og fleiri aðilum. Maður verður oft að stíga varlega til jarðar og sýna nærgætni. En þegar fólk spyr mig hvort Ísland sé of lítið til að gera svona sakamálaþætti svara ég því að Ísland sé of lítið til að gera ekki svona þætti. Þetta er samfélag kjaftasagna og sakamálin fá oft þannig afgreiðslu að það verða til hugmyndir og sögusagnir sem fara á milli manna og á endanum er sagan orðin kolröng. Hlutverk mitt sem sögumanns er að segja satt og rétt frá og tilgreina staðreyndir, hversu erfiðar sem þær kunna að vera. En á endanum er sannleikurinn alltaf auðveldari en lygin. Lykilatriðið er auðvitað að vanda mikið til verka. En auðvitað eru sum af þessum málum mjög erfið og sár fyrir aðstandendur fórnarlamba og ég finn það oft þegar ég vinn að þáttunum.”

Sigursteinn gerði á sínum tíma heimildarmynd um Geirfinnsmálið, sem gjörbreytti afstöðu almennings í málinu. Hann segist fljótt hafa séð að málið væri mjög furðulega vaxið:

,,Ég var eins og allir aðrir upphaflega með þá hugmynd að sakborningarnir hafi gert eitthvað úr því að þau voru dæmd og játuðu. En svo bara sá ég á fyrstu sólarhringunum eftir að ég fór að skoða gögnin að það stóð ekki steinn yfir steini. Gögn voru horfin, sumir hlutir stemmdu engan veginn og gögn úr yfirheyrslunum voru einhver almenn samantekt. Hálf A4 blaðsíða eftir sex klukkutíma af yfirheyrslum. Yfirvöld bjuggu til ákveðna tilgátu í upphafi og síðan vafði það upp á sig. Það átti aldrei að blanda Erlu Bolladóttur í þetta, en síðan heldur atburðarrásin áfram og það er eins og menn hafi ekki getað snúið við. Svo eru þeir sem stýra rannsókninni komnir á algjörar villigötur, en aldrei er stoppað. Þetta er miklu alvarlegra en svo að það sé hægt að afgreiða þetta sem mistök,” segir Sigursteinn og heldur áfram:

,,Það er alveg öruggt að þetta er ekki eina tilfellið þar sem rannsókn í sakamáli hefur farið svona. Þegar þú ert kominn langt í vegferð sem er röng verður alltaf erfiðara og erfiðara að viðurkenna mistök. Þess í stað er reynt að breiða yfir eða finna útgönguleið, sem er grafalvarlegt. Þess vegna er mjög mikilvægt að læra af málum eins og þessu svo að þetta gerist aldrei aftur. Einstaklingar sem hafa örlög fólks í höndum sér geta ekki hegðað sér með þessum hætti.”

Sigursteinn hefur starfað við fjölmiðlun í meira en tvo áratugi. Hann segir liðsskiptingu í umræðu og skoðunum orðið mikið vandamál. Þá stundi ákveðinn hópur fólks að upphefja sjálfan sig með góðum málstað:

,,Ég upplifi það mjög sterkt að það séu orðnar liðsskiptingar í mjög mörgum málum og hlutirnir málaðir upp svarthvítt. Ef þú ert ekki í mínu liði, þá ert þú á móti mér. Það er leiðinlegt að horfa upp á fólk sem tekur góðan málstað og tekur hann allt of langt til að upphefja sjálft sig. Þetta er égóismi þar sem hópurinn er með sínar staðreyndir, sem eru jafnvel langt frá raunveruleikanum. En svo á að pína aðra til að vera sammála. Þessi pólarisering er að verða eitt stærsta vandamálið í samfélaginu okkar og annars staðar á vesturlöndum.”

Hægt er að nálgast viðtalið við Sigurstein og öll viðtöl og hlaðvörp Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Fréttir
Í gær

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við
Fréttir
Í gær

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot
Fréttir
Í gær

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“