fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Fjögur ungmenni ákærð vegna morðsins á Bartlomiej Kamil Bielenda 

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 12. júlí 2023 17:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjögur ungmenni hafa verið ákærð vegna morðsins á hinum 27 ára gamla Bartlomiej Kamil Bielenda þann 20. apríl síðastliðinn við Fjarðarkaup í Hafnarfirði.

Þrír drengir á aldrinum 17 til 19 ára eru ákærðir fyrir að hafa banað Bartlomiej á bílastæðinu við Fjarðarkaup og sautján ára stúlka er ákærð fyrir brot á hjálparskyldu. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson saksóknari hjá héraðssaksóknara við DV.

Í tilkynningu frá lögreglu þann 21. apríl kom fram lögreglu hefði borist tilkynning á tólfta tímanum um átök á bifreiðastæði við verslunina Fjarðarkaup á Hólshrauni. Lögreglan hélt þegar á vettvang og fann þolandann, sem var fluttur á slysadeild og úrskurðaður þar látinn skömmu síðar. Í kjölfarið voru fjórir aðilar handteknir í tengslum við málið.

Ungmennin hittu hinn látna á Íslenska rokkbarnum í Hafnarfirði. Ekki er ljóst hvað leiddi til átaka á milli þeirra, sem bárust frá barnum yfir á bílastæði Fjarðarkaupa þar sem Bartlomiej var myrtur. Var hann stunginn ítrekað með eggvopni.  Nítján ára karlmaður játaði sök stuttu síðar, og er hann ákærður fyrir manndráp auk tveggja sautján ára karlmanna. Sautján ára stúlka sem tók árásina upp á síma sinn er ákærð fyrir brot á hjálparskyldu, með því að hafa ekki komið Bartlomiej til hjálpar eða hringt á lögreglu.

Stúlkan losnaði fljótlega úr gæsluvarðhaldi og kom fram í úrskurði Landsréttar að hún hefði tjáð lögreglu að hún hefði ekki tekið þátt í átökunum heldur verið í fimm til átta metra fjarlægð. Sagði hún átökin aðallega hafa verið milli tveggja manna. Stúlkan er ákærð fyrir brot á hjálparskyldu samkvæmt 221. grein almennra hegningarlaga þar sem segir að láti maður farast fyrir að koma manni til hjálpar, sem staddur er í lífsháska, þótt hann gæti gert það án þess að stofna lífi eða heilbrigði sjálfs sín eða annarra í háska, þá varði það fangelsi allt að tveimur árum, eða sektum, ef málsbætur eru.

Gæsluvarðhald var framlengt yfir drengjunum þremur í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Tveir þeirra hafa vegna ungs aldurs verið vistaðir á Stuðlum en einn í fangelsinu á Hólmsheiði.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“
Fréttir
Í gær

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala