fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Vara fólk við að fara upp að gosstöðvum – Áhrifavaldur með gasgrímu var fljótur á vettvang

Ritstjórn DV
Mánudaginn 10. júlí 2023 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur varla farið framhjá neinum að gos er hafið á Reykjanesi, í þriðja sinn á um tveimur árum. Staðsetning gossins er austan Litla-Hrúts, í lítilli dæld sem talin er vera um 200 metra löng, og er vísindafólk eá leiðinni á staðinn með þyrlu landhelgisgæslunnar til að leggja mat á stöðuna.

Lögreglan á Suðurnesjum hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fólk er beðið um að fara með gát og forðast að vera á svæðinu. „Ekki leggja af stað fyrr en búið er að tryggja að svæðið sé öruggt,“ segir í tilkynningu lögreglu. Þá er tilgreint að leiðin um Höskuldarvelli verður lokuð á meðan mat er lagt á stöðuna.

Í tilkynningu Veðurstofunnar kemur fram að gangan að gosinu sé löng og landslagið krefjandi og því eru fólk hvatt til þess að bíða átekta og fylgja fyrirmælum Almannavarna.

Full ástæða er til enda þegar farið að bera á því að fólk sé á svæðinu. Einn af þeim var ónefndur áhrifavaldur sem var mættur að gosstöðvunum með gasgrímu yfir vitum sínum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Össur segir ekki skrýtið að Kristrún mælist svo vel – Heiðrún Lind móti málflutning Sjálfstæðisflokksins

Össur segir ekki skrýtið að Kristrún mælist svo vel – Heiðrún Lind móti málflutning Sjálfstæðisflokksins
Fréttir
Í gær

Svikasímtöl sem sýnast úr íslenskum númerum færast í aukana – „Þetta er orðið frekar mikið vandamál hérna“

Svikasímtöl sem sýnast úr íslenskum númerum færast í aukana – „Þetta er orðið frekar mikið vandamál hérna“
Fréttir
Í gær

Heilbrigðisfulltrúi tók sér vald sem hann hafði ekki

Heilbrigðisfulltrúi tók sér vald sem hann hafði ekki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sagðist ekki hafa verið „með gáfur til þess“ að telja tugi milljóna fram til skatts

Sagðist ekki hafa verið „með gáfur til þess“ að telja tugi milljóna fram til skatts
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu