fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Konungur biðst afsökunar á glæpum fortíðar

Jakob Snævar Ólafsson
Mánudaginn 3. júlí 2023 14:30

Vilhjálmur Alexander konungur Hollands/Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðastliðinn laugardag, 1. júlí, flutti Vilhjálmur Alexander, konungur Hollands ávarp sem vart getur talist annað en sögulegt.

Í fréttum CNN kemur fram að konungurinn hafi flutt ávarpið í athöfn til minningar um að 160 ár eru nú liðin frá því að þrælahald var bannað með lögum í Hollandi og þáverandi nýlendum þess. Ávarpið var flutt við minnismerki um þrælahald í Oosterpark í Amsterdam.

„Á þessum degi þegar við minnumst sögu þrælahalds í Hollandi þá biðst ég fyrirgefningar á þessum glæpum gegn mannkyni,“ sagði konugurinn í ávarpinu. Hann bætti því við að kynþáttahatur væri viðvarandi vandamál í hollensku samfélagi og ekki myndu öll styðja þessa afsökunarbeiðni.

Konungurinn áréttaði hins vegar að nú væru breyttir tímar hlekkirnir hefðu nú virkilega verið slitnir og fögnuðu áhorfendur þessum orðum. Í Hollandi er 1. júlí minningardagur um þrælahald en einnig hugsaður sem hátíðisdagur til að fagna frelsinu.

Í fréttum NBC  segir að konunginum hafi verið talsvert niðri fyrir og sagt að afsökunarbeiðnin kæmi frá sínum dýpstu hjartarótum.

Segir CNN að ræða konungs komi í kjölfar víðtækara uppgjörs í Hollandi við nýlendutímann og þátttöku landsins í þrælaverslun og þrælahaldi í nýlendum þess..

Konungurinn hafði áður beðið indónesísku þjóðina afsökunar á því ofbeldi sem Hollendingar beittu hana á nýlendutímanum.

Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, baðst afsökunar á síðasta ári á þætti hollenska ríkisins í þrælaverslun áður fyrr. Hann sagði hins vegar að hollenska ríkið myndi ekki greiða afkomendum þolenda skaðabætur og væri það í samræmi við álit ráðgjafanefndar um þessi efni.

Rannsókn sem birt var í síðasta mánuði, og var framkvæmd að beiðni ríkisstjórnarinnar, sýndi fram á að hagnaður hollensku konungsfjölskyldunnar af þrælahaldi í nýlendum Hollands nam 600 milljónum Bandaríkjadala( tæpum 82 milljörðum íslenskra króna), að núvirði, á árunum 1675-1770.

Nú stendur yfir óháð rannsókn á hlut konungsfjölskyldunnar, að beiðni hennar sjálfrar, í nýlenduveldi Hollands. Búist er við niðurstöðum árið 2025.

Sum segja afsökunarbeiðni ekki nóg

Í fréttum NBC var rætt við konu sem sagði afsökunarbeiðnina góða en uppgjörinu við nýlendutímann og þrælahaldið sé ekki lokið. Hún vill sjá eitthvað meira t.d. skaðabætur. Fleiri eru á þessari skoðun og vilja að efndir stjórnvalda fylgi orðum konungs. Tveir hópar héldu mótmælafundi fyrir ræðu konungs þar sem krafist var að hollenska ríkið greiddi skaðabætur til afkomenda þræla.

Hollenska ríkið ætlar sér hins vegar að koma á fót 200 milljóna evra (29 milljarðar íslenskra króna) sjóði til að takast á við arfleið þrælahalds í Hollandi og fyrrum nýlendum þess.

Í fréttum fjölmiðilsins NL Times lýsti forsætisráðherra eyríkisins Curaçao, fyrrum nýlendu Hollands, Gilmar Pisas, yfir ánægju og þökkum með ávarp konungs. Hann sagði að Holland sýndi mikla ábyrgðarkennd og þetta fæli í sér mikilvæga breytingu á samskiptum ríkjanna.

Stjórnvöld í Curaçao segja afsökunarbeiðnina hjálpa ríkinu að stíga út úr skugga fortíðar.

Rabin Baldeswingh formaður samtaka sem berjast gegn kynþáttahatri og mismunun segir að afsökunarbeiðni konungsins hafi snortið hann djúpt. Konugurinn sé holdgervingur breyttra tíma og ánægjulegt hafi verið að hann hafi reynt að fylkja allri hollensku þjóðinni á bak við afsökunarbeiðnina, líka þeim hluta hennar sem hafi efasemdir um að hún hafi verið nauðsynleg.

Fyrrum þingmaðurinn John Leerdam segist hafa grátið þegar konungurinn baðst afsökunar. Hann segir fólk verða að gera sér grein fyrir um hversu sögulegt augnablik sé að ræða.

Íbúar fyrrum nýlenda Bretlands hafa kallað eftir sams konar afsökunarbeiðni frá bresku konungsfjölskyldunni vegna ofbeldis og þrælahalds sem Bretar stóðu fyrir á nýlendutímanum. Sú afsökunarbeiðni hefur ekki verið fram borin enn og raunar lýsir meirihluti bresku þjóðarinnar sig mótfallinn því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu