fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Beitir sér fyrir því að starfslokasamningur Birnu verði gerður opinber

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 1. júlí 2023 13:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórarinn Ingi Pétursson þingmaður Framsóknarflokksins segist ætla að beita sér af krafti fyrir því að almenningur fái að sjá öll gögn varðandi sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, þar á meðal starfslokasamning sem gerður var við Birnu Einarsdóttur fyrrverandi bankastjóra. 

Birna óskaði eftir því að láta af störfum 28. júní síðastliðinn og var Jón Guðni Ómarsson ráðinn í hennar stað.

Þórarinn Ingi, sem situr í fjárlaganefnd Alþingis, sagði í morgun í Vikulokin á Rás 1:

 „Þess vegna mun ég beita mér fyrir því á næstu dögum að ef, til dæmis þessi samningur verður ekki birtur, mun ég beita mér fyrir því innan fjárlaganefndar þingsins að boða til fundar þess efnis og við fáum bara að sjá hvað er verið að gera. Leggjum öll spilin á borðið og byggjum upp traust, því að ef við gerum það ekki þá getum við ekki haldið áfram með þetta mikilvæga ferli að losa um eignarhlut ríkisins í þessum fjármálafyrirtækjum.“ 

Þórarinn Ingi telur ekki ástæðu til að bíða eftir milliuppgjöri Íslandsbanka svo hægt verði að sjá starfslokasamninginn. Þessi upplýsingagjöf sé nauðsynleg svo hægt verði að byggja upp traust að nýju.

Í yfirlýsingu Birnu vegna starfsloka hennar sagðist hún hafa ákveðið að stíga til hliðar „með hagsmuni bankans að leiðarljósi“. Segist hún gera það til að „ró geti myndast vegna sáttar Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Læknar samþykkja kjarasamning

Læknar samþykkja kjarasamning
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“
Fréttir
Í gær

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Í gær

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“
Fréttir
Í gær

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“