fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

Kvika hefur slitið samrunaviðræðum við Íslandsbanka

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 29. júní 2023 16:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvika fjárfestingabanki hefur slitið viðræðum um samruna bankans við Íslandsbanka. Kemur þetta fram í tilkynningu frá bankanum til Kauphallarinnar en Vísir greinir frá.

Viðræður um mögulegan samruna bankanna hafa staðið yfir undanfarna mánuði. Í tilkynningu sinni segir Kvika að stjórn bankans hafi séð verulegan ávinning í samruna. Hins vegar hafi afburðir síðustu daga breytt stöðunni:

„Í ljósi at­burða síðustu daga og þess að fyrir­séð er að boðað verði til hlut­hafa­fundar hjá Ís­lands­banka og mögu­legs stjórnar­kjörs, telur stjórn Kviku ekki for­sendur til þess að halda samninga­við­ræðum á­fram,“ segir í yfir­lýsingunni frá Kviku. Ennfremur segir:

„Þó er ljóst að á­vinningur af sam­runa fé­laganna gæti orðið veru­legur og hefur stjórn Kviku lýst yfir vilja sínum til þess að hefja við­ræður að nýju ef for­sendur skapast.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína
Fréttir
Í gær

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Í gær

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum
Fréttir
Í gær

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“