fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Almennum bréfum dreift í póstbox á Kópaskeri

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 28. júní 2023 17:29

Póstboxið á Kópaskeri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á næstunni hefst tilraunaverkefni á Kópaskeri þar sem bréfapóstur verður borinn út í póstbox. 

Kópasker er fyrsti staðurinn á Íslandi þar sem þetta er gert. Verkefnið var unnið í samstarfi við sveitarfélagið og verður einungis ráðist í það á Kópaskeri til að byrja með.

„Við höfum fengið jákvæð viðbrögð frá íbúum staðarins og byrjum á dreifingunni í júlí,“ segir Kjartan Flosason, forstöðumaður pósthúsa.

Bréfum er dreift tvisvar í viku þó að bréfasendingum hafi fækkað verulega, eða um 80% síðan árið 2010. 

„Við settum upp póstbox á Kópaskeri síðasta haust sem hefur afkastagetu til að afhenda bæði pakka og bréf á staðnum. Við teljum að skynsamlegra sé að sameina dreifikerfi bréfa og pakka í minni þéttbýliskjörnum með því að nýta póstboxin sem alhliða dreifileið. Við höfum undirbúið þetta verkefni vel í samstarfi við sveitarfélagið svo vonandi fer þetta vel af stað,“ segir Kjartan enn fremur.  

Á næstu dögum mun hvert heimili fá skráningarblað í pósti. Nöfn allra íbúa heimilisins eru skráð á blað og því skilað í póstkassann við Skerjakollu. Miðað er við að einn aðili á hverju heimili sé skráður sem tengiliður fyrir móttöku á almennum bréfasendingum.

Þegar póstur berst í hólfið

Send eru SMS-skilaboð eða tölvupóstur þegar bréf berst í póstboxið. Viðtakandi hefur þrjá daga til að sækja póstinn en eftir það sækir pósturinn hann og geymir á pósthúsinu á Húsavík. Þá getur viðtakandi haft samband og óskað eftir því að fá póstinn aftur í póstboxið.

„Það verður gaman að fylgjast með því hvernig til tekst. Við viljum koma á framfæri þökkum til íbúanna fyrir að taka þátt í þessu framsækna tilraunaverkefni. Ef einhverjar spurningar vakna verðum við íbúum Kópaskers innan handar. Rúnar Traustason, rekstrarstjóri Póstsins á Húsavík, verður í Skerjakollu miðvikudaginn 5. júlí, milli kl. 16 og 18, og hann mun aðstoða og útskýra ef með þarf. Annars svarar þjónustuverið spurningum alla virka daga og spjallmennið Njáll á posturinn.is veit sínu viti. Ef þetta verkefni gengur vel þá er ekki ólíklegt að þessi lausn verði innleidd víðar í smærri þéttbýliskjörnum,“ segir Kjartan. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sparnaðurinn reyndist öryrkja dýrkeyptur

Sparnaðurinn reyndist öryrkja dýrkeyptur
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Óvinnufær vegna myglu en fær ekki áheyrn í Hæstarétti

Óvinnufær vegna myglu en fær ekki áheyrn í Hæstarétti
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn