fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Ólafur gerir alvarlegar athugasemdir við fréttaflutning – „Þetta líkist frekar stjórnlausum og vanhugsuðum athugasemdum í netheimum“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 26. maí 2023 15:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú fer fram aðalmeðferð í máli hjúkrunarfræðings sem sökuð er um manndráp í opinberu starfi, en henni er gert að sök að hafa þvingað tvo næringardrykki ofan í sjúkling á geðdeild árið 2021, með þeim afleiðingum að sjúklingurinn lést. Málið hefur verið nokkuð umtalað og fjöldi frétta hefur birst um skýrslur sem gefnar hafa verið fyrir dómi í vikunni.

Má leiða að líkur að áðurnefnt mál hafi orðið tilefni skrifa geðlæknisins Ólafs Þórs Ævarssonar á Facebook í morgun, en þar skorar hann á fjölmiðla að gæta stillingar í umfjöllun um mistök heilbrigðisstarfsmanna í starfi, sérstaklega áður en endanlega niðurstaða er komin í mál. Heilbrigðisstarfsmenn eigi erfitt með að bera hendur fyrir höfuð sér í slíkri umfjöllun sökum þagnarskyldu og fréttirnar geti haft víðtæk neikvæð áhrif, svo sem að fæla fólk frá því að sækjast eftir störfum innan heilbrigðiskerfisins, sem hjálpi ekki viðvarandi mönnunarvanda og eins geti fréttflutningur sem þessi orðið til þess að fólk missi tiltrú á heilbrigðiskerfinu.

Erindi Ólafs hefur vakið mikla athygli en þegar grein þessi er rituð hafa hátt í 400 einstaklingar deilt pistlinum áfram. En pistill Ólafs Þórs er eftirfarandi:

„Kæru vinir. Má ég biðja ykkur að deila þessari færslu svo hún komi fyrir sjónir ritstjóra og fréttastjóra fjölmiðla.

Við sem störfum í heilbrigðiskerfinu gerum mistök. Það er óhjákvæmilegt vegna þeirra flóknu og viðkvæmu starfa sem við sinnum. Og því miður er hættan aukin þegar aðstæður eru eins og nú er í heilbrigðiskerfinu með skorti á aðstöðu, fjármagni, mönnun og því aukna álagi sem því fylgir.

Það er hluti af faglegri þjálfun okkar og viðbrögðum að horfast í augu við það ef mistök eru gerð eða eitthvað fer úrskeiðis, læra af því og finna betri leiðir. Þegar alvarleg atvik gerast finnum við mest fyrir því sjálf og leitumst við að vinna úr þeim með því að þola gagnrýna en faglega umfjöllun og styðjast við siðareglur okkar, faglegar leiðbeiningar og lög sem gilda um heilbrigðisþjónustu og heilbrigðisstarfsfólk. Oft eigum við erfitt með að verja okkur í fjölmiðlum. Ekki aðeins vegna þagnarskyldu heldur einnig vegna þess að við erum svo miður okkar yfir því sem hefur gerst og erum með áhyggjur af sjúklingunum og fjölskyldum þeirra. Ef þið teljið að sú leið að framkvæma opinberar aftökur með myndbirtingum og gróusögum um heilbrigðisstarfsfólk, áður en fjallað hefur verið faglega um málin eða fengin niðurstaða fyrir dómi, sé gagnleg, þá er það fjarri sannleikanum.

Það má vera að þið viljið vera fyrst með fréttirnar, til að velta öllum steinum við, afhjúpa eða stunda rannsóknarblaðamennsku en þetta líkist frekar stjórnlausum og vanhugsuðum athugasemdum í netheimum. Fréttaflutningur af þessu tagi hefur víðtæk og neikvæð áhrif. Hún hjálpar þeim sem hefur orðið fyrir mistökunum ekki neitt og enn síður þeim sem gert hafa mistökin. Og hún gerir mikinn skaða því þeir sem þurfa á þjónustu heilbrigðiskerfisins að halda finna óöryggi og missa tiltrú. Heilbrigðisstarfsmenn gætu líka freistast til að fela mistök vegna ótta við svo ósanngjarna og ófaglega umfjöllun frá ykkur og það gæti ýtt undir þá aðferð að þagga niður umfjöllun um mistök, sem aldrei má verða. Og óttist þið ekki að það letji unga hjúkrunarfræðinga til að sækja um störf sem fá svona umfjöllun hjá ykkur. Þið ættuð að gera það, nægur er nú mönnunarvandinn. Vonandi hafið þið siðareglur og reynslu og löngun til að vinna vel úr þeim mistökum sem þið gerið í fréttaflutningi því annars missum við öll traust og tiltrú til ykkar sem væri miður.

Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis