fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Kæra tilhæfulausa uppflettingu starfsmanns í lyfjagátt til lögreglu – „Um einangrað tilvik virðist vera að ræða“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 11. maí 2023 07:30

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lyfja hef­ur lagt fram kæru til lögreglu á hendur fyrr­ver­andi starfs­manni fyr­ir­tæk­is­ins fyrir til­efn­is­lausa upp­flett­ingu í lyfjagátt. Morgunblaðið greinir frá þessu. Í umfjöllun miðilsins kemur fram að uppflettingin sem varð til þess hafi átt sér stað árið 2021 en eftir að Embætti landlæknis staðfesti að slíkt hefði átt sér stað var málið tilkynnt til lögreglunnar.

Morgunblaðið greindi fyrst frá því um miðjan apríl að miðillinn hefði undir höndunum gögn sem sýndu að einstaklingur hefðu flett upp þjóðþekktu fólki í lyfja­á­vís­un­ar­kerfi land­læknisembætt­is­ins, yf­ir­leitt kallað lyfjagátt, og upp­lýs­ing­um þaðan dreift til þriðja aðila. Þá kom fram að Embætti land­lækn­is, Lyfja­stofn­un og Per­sónu­vernd staðfestu öll að þeim hefðu borist ábend­ing­ar um slíkt.

Líta málið alvarlegum augum

Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri Lyfju, sagði í skriflegu svari til DV að öryggi viðskiptavina skipti fyrirtækið öllu máli.

„Lyfju barst erindi sem snýr að tilefnislausum uppflettingum fyrrum starfsmanns í lyfjaávísanagátt fyrir þó nokkru síðan en samdægurs upplýsti Lyfja Persónuvernd um málið og óskaði eftir aðstoð embættis Landlæknis við rannsókn þess.  Tilefnislaus uppfletting í lyfjaávísanagátt er brot á lögbundinni þagnarskyldu, en slík brot heyra undir viðeigandi eftirlitsstofnanir og lögreglu.  Lyfja beinir slíkum málum í lögbundinn farveg, viðkomandi stofnanir taka síðan ákvörðun um framhald málsins,“  segir Hildur.

Hún segir að öryggi viðskiptavina okkar skiptir öllu máli og að Lyfja leggi mikið upp úr að ítrasta trúnaðar sé gætt í starfi sérfræðinga fyrirtækisins þegar persónuleg gögn viðskiptavina eru meðhöndluð.

„Stuðst er bæði við tæknilegar og skipulegar öryggisráðstafanir, sem eru í sífelldri þróun, til þess að tryggja öryggi persónuupplýsinga.  Allir starfsmenn undirrita trúnaðaryfirlýsingar þegar þeir hefja störf, taka þátt í skipulagðri og skjalfestri fræðslu samkvæmt gæðakerfi Lyfju, meðal annars í meðferð persónuupplýsinga. Verkferlar Lyfju eru í stöðugri endurskoðun og sæta eftirliti Lyfjastofnunar. Aðgangur að lyfjaávísanagátt er nauðsynlegur svo starfsmenn Lyfju geti sinnt hlutverki sínu, en slíkur aðgangur er takmarkaður, aðgangsstýrður og uppflettingar eru skjalfestar,“ segir Hildur og bætir við:

„Lyfja lítur málið alvarlegum augum, en áréttar að um einangrað tilvik virðist vera að ræða og getur ekki tjáð sig um málefni einstakra fyrrverandi starfsmanna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“
Fréttir
Í gær

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala