fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Urðu vitni að stjörnu gleypa eigin reikistjörnu – Stjörnu-Sævar segir að jörðinni bíði sennilega sömu örlög

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 4. maí 2023 14:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sævar Helgi Bragason, gjarnan kallaður Stjörnu-Sævar, bendir á það inn á Stjörnufræðivefnum að stjörnufræðingar hafi nýlega orðið vitni að einstökum atburði í fyrsta sinn. Um var að ræða stjörnufræðinga sem notuðu Gemini South sjónaukann í Chile og NEOWISE gervitunglið, en þeir sáu sól, sem svipar til sólarinnar í okkar sólkerfi, gleypa eigin reikistjörnu, en samskonar örlög munu bíða innstu reikistjarnanna í okkar sólkerfi eftir ríflega 5 milljarða ára.

Segir í grein Sævars:

„Við vitum til dæmdi að áður en stjörnur svipaðar sólinni okkar deyja, þenjast þær út eins og blaðra og breytast í rauðar risastjörnur. Við útþensluna vaxa þær hundrað til þúsundfalt og gleypa reikistjörnur sem eru svo óheppnar að vera nærri.

Stjörnufræðingar urðu vitni að nákvæmlega því þegar gaspláneta svipuð Júpíter var hreinlega étin upp til agna af stjörnunni sinni. Stjarnan heitir ZTFSLRN-2020 og er í um 13 þúsund ljósára fjarlægð frá Jörðinni okkar.

Þegar stjarnan þandist náðu ystu efnislög hennar að umlykja reikistjörnuna. Núningurinn hægði á reikistjörnunni og minnkaði sporbrautina svo á endanum féll hún inn í stjörnuna sína, eins og loftsteinn að brenna upp í andrúmslofti Jarðar.“

Við þetta hafi birtan frá stjörnunni aukist um nokkur hundraðfalt um tíma og mældist ljósblossinn á Jörðinni, eða nánar tiltekið á Palomar-stjörnustöðinni í Kaliforníu. Með hjálp áðurnefnd sjónauka í Chile og gervitunglinu NEOWISE hafi svo fundist merki um rykslóða í kringum stjörnuna sem til varð eftir atburðinn.

„Reikistjarnan hafði fleytt kerlingar í gashjúpi stjörnunnar, eins og þegar maður kastar steini á tjörn, og fuðrað upp.“

Sævar tekur fram að þessi uppgötvun sé mjög lærdómsrík því Merkúríusar, Venusar og sennilega Jarðar líka, bíði sömu örlög. Eftir rúmlega fimm milljarða ára eigi sólin okkar eftir að breytast í rauða risastjörnu og nú er nokkurn veginn ljóst hvernig það kemur til með að eiga sér stað.

NoirLab fjallaði um málið

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sparnaðurinn reyndist öryrkja dýrkeyptur

Sparnaðurinn reyndist öryrkja dýrkeyptur
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Óvinnufær vegna myglu en fær ekki áheyrn í Hæstarétti

Óvinnufær vegna myglu en fær ekki áheyrn í Hæstarétti
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn