fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Dularfull heimsókn Pútíns til Úkraínu vekur athygli – Rússar virðast hafa klikkað á mikilvægu atriði

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 25. apríl 2023 08:00

Vladimir Pútín. Mynd: EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á mánudag í síðustu viku fór Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, til Úkraínu að sögn talsmanns hans, Dimitry Peskov.  En það er eitt mikilvægt atriði sem passar ekki inn í frásögn Peskov og rússneskra ráðamanna um heimsóknina.

Í myndböndum, sem Kreml hefur birt af heimsókninni, kemur fram að Pútín hafi bara viljað heimsækja rússneska hermenn í Úkraínu, óska þeim gleðilegra páska og um leið fékk hann fréttir af stöðunni á vígvellinum. Þetta kemur einnig fram í grein sem ríkisfréttastofan Tass sendi frá sér.

En Peskov segir að heimsóknin hafi átt sér stað mánudaginn 17. apríl.

Á myndbandsupptökunum sést þegar Pútín kemur í þyrlu og er síðan ekið í höfuðstöðvar rússneska hersins í Kherson og Luhansk.

En það sem passar ekki inn í þetta allt er dagsetningin.

Margir erlendir fjölmiðlar hafa kafað ofan í myndböndin og staðfest að þau voru tekin í Úkraínu en út af stendur að tímasetningin passar ekki. Í einu myndbandanna segir Pútín að páskahátíð rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar „standi fyrir dyrum“.

Þetta bendir til að heimsóknin hafi átt sér stað nokkrum dögum áður en sagt er. Bandaríska hugveitan Institute for The Study of War (ISW) segir að ljóst sé að heimsóknin hafi átt sér stað fyrir 17. apríl.

Segir hugveitan að hugsanlega hafi myndböndin verið birt sem viðbrögð við heimsókn Volodymyr Zelenskyy, Úkraínuforseta, til Donetsk.

„Þetta er athyglisverð uppgötvun hjá hugveitunni og ég held að hún nái yfir stór vandræði sem blasa við Pútín. Annars vegar vill hann láta líta út fyrir að hann sé mjög sýnilegur og sýna fólki að hann sé til staðar á hernumdu svæðunum í Úkraínu. En þetta er greinilega taktík sem veldur honum vanda því hann getur ekki sýnt sig opinberlega á áberandi hátt,“ sagði Flemming Splidsboel Hansen, sérfræðingur í rússneskum málefnum, í samtali við Jótlandspóstinn og bætti við að af þessum sökum hafi Rússar birt dularfullar upptökur þar sem lítið sjáist.

Hann benti einnig á að heimsóknin hafi átt sér stað nákvæmlega mánuði eftir að Pútín var í Maríupól í suðausturhluta Úkraínu. Þá hafi Rússar einnig birt undarlegar upptökur.

Hann sagði að myndböndin segi aðra sögu um gang stríðsins en Pútín vilji segja: „Við sjáum forsetann læðast eftir löngum, dökkum gangi. Þetta er ekki forseti sem stendur fyrir framan heiðursvörð og lúðrablástur. Þetta sýnir enn frekar að Rússar hafa ekki stjórn á héruðunum DonetskLuhanskZaporizjzja og Kherson sem þeir innlimuðu í september, og það er alveg ótrúlegt í sjálfu sér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma
Fréttir
Í gær

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki
Fréttir
Í gær

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum
Fréttir
Í gær

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli
Fréttir
Í gær

Talaði Trump af sér?

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Í gær

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hryllingur á Þorláksmessu – Hótaði pari lífláti og reyndi að myrða manninn – „Ég hika ekki við að taka þig og skera þig á háls“

Hryllingur á Þorláksmessu – Hótaði pari lífláti og reyndi að myrða manninn – „Ég hika ekki við að taka þig og skera þig á háls“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo