fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Kýldi lögreglumanninn fyrirvaralaust í andlitið

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 11. apríl 2023 07:09

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í gærkvöldi eftir að lögregla var send ásamt sjúkraliði á veitingastað vegna bráðaveikinda sem reyndust svo vera minniháttar veikindi.

Þegar lögregla kom á vettvang var vegfarandi ósáttur með viðveru lögreglu á stðanum og lét það í ljós með því að kýla lögreglumann fyrirvaralaust í andlitið.Í skeyti frá lögreglu kemur fram að maðurinn verði kærður fyrir að tálma lögreglumanni að gegna starfi sínu, segja ekki til nafns eða framvísa persónuskilríkjum, vörslu fíkniefna ásamt því að hafa beitt opinberan starfsmann ofbeldi.

Fleiri mál komu inn á borð lögreglu í gærkvöldi og í nótt. Ölvaður maður veittist til dæmis að starfsmanni veitingahúss og hlýddi svo ekki fyrirmælum lögreglu þegar vísa átti honum á brott. Hann var þá handtekinn og vistaður í fangaklefa sökum ástands.

Þá horfði lögreglumaður á frívakt upp á fíkniefnaviðskipti tveggja manna. Hann tilkynnti það að sjálfsögðu til vinnufélaga sinna á vakt sem stöðvuðu meintan fíkniefnasala. Sá reyndist vera með fíkniefni í fórum sínum sem lögreglu grunar að hafi verið ætluð til sölu.

Lögreglumenn á stöð 4, sem sinnir Grafarvogi, Mosfellsbæ og Árbæ, fengu svo tilkynningu um tvær líkamsárásir í heimahúsum í sitt hvoru póstnúmerinu. Einn var handtekinn og vistaður í fangaklefa.

 vistaður í fangaklefa.

Í viðbót við þetta sinnti lögregla einnig umferðareftirliti og eiga nokkrir ökumenn von á því að vera kærðir, meðal annars fyrir of hraðan akstur, akstur án ökuréttinda og ófullnægjandi ljósanotkunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd