fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Álagning olíufélaganna á hvern bensínlítra hefur rúmlega tvöfaldast á tæpu ári

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 23. febrúar 2023 09:00

Sviðsett mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlutur olíufélaganna af hverjum seldum bensín- og dísillítra hefur hækkað úr rúmlega 30 krónum frá því í maí 2022 í 70 krónur í dag.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag vitnar í nýlega úttekt Samkeppniseftirlitsins á stöðunni á eldsneytismarkaðnum.

Fram kemur að álagning á bensín og dísilolíu sé umtalsvert hærri hér á landi en í Bretlandi og á Írlandi og hefur álagningin hér á landi undanfarin fimm ár verið með því allra hæsta sem þekkist í Evrópu.

Undantekning á þessu er þó á Akureyri þar sem eldsneytisverðið er lægra en á höfuðborgarsvæðinu og hefur verið síðan 2020. Þar er álagning olíufélaganna nær því sem er á Bretlandi og Írlandi.

Það vekur einnig athygli í skýrslunni að svo virðist sem Costco veiti hinum olíufélögunum ekki eins harða samkeppni og áður. Fyrirtækið hleypti miklu lífi í markaðinn þegar það opnaði bensínstöð 2017 en síðan virðist það hafa aukið álagningu sína til jafns við hin olíufélögin. Álagningin hjá Costo er lægri en hjá N1 en hefur hækkað mikið síðan í október eins og hefur einnig gerst hjá N1.

Segir að tvær skýringar geti verið á þessu. Önnur er að Skeljungur, sem sér Costco fyrir eldsneyti, láti Costo ekki njóta lægra heimsmarkaðsverðs en hin er að verðlagsstefna Costco hafi breyst frá því að fyrirtækið hóf eldsneytissölu.

Hægt er að lesa nánar um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma
Fréttir
Í gær

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki
Fréttir
Í gær

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum
Fréttir
Í gær

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli
Fréttir
Í gær

Talaði Trump af sér?

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Í gær

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hryllingur á Þorláksmessu – Hótaði pari lífláti og reyndi að myrða manninn – „Ég hika ekki við að taka þig og skera þig á háls“

Hryllingur á Þorláksmessu – Hótaði pari lífláti og reyndi að myrða manninn – „Ég hika ekki við að taka þig og skera þig á háls“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo