fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Ragga um háttsemi Woods: „Ég gerði barnalegan brandara sem vanvirti konur“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 19. febrúar 2023 11:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga nagli, fjallar í sinni nýjustu færslu á Facebook um bandaríska kylfinginn Tiger Woods.

Tilefni færslunnar er útspil Woods á fimmtudag á The Genesis Invitational mótinu. Þar rétti Woods mótspilara sínum, Justin Thomas, túrtappa eftir að hafa slegið lengra upp­hafs­högg en hann á 9. holu.

Atvikið vakti mikla athygli og sætir Woods mikilli gagn­rýni á sam­fé­lags­miðlum fyrir „grínið.“

Gefum Röggu orðið.

Kæri Tiger Woods
Ég googlaði þig á Wikipedia til að ganga úr skugga um að fæðingarár þitt væri 1975, en ekki árið 2015, sem hefði verið trúanlegra í ljósi kímnigáfu þinnar.
Fæstum sem komnir eru af leikskólaaldri þykir fyndið að líkja karlmönnum sem ekki eru að standa sig í íþróttum við konur á túr.
Fæstir með fullþroskaðan framheila í yfir 22 ár myndu fara í gegnum allan undirbúninginn fyrir þennan barnalega gjörning sem þú kallar leik og grín milli vina.
Að kaupa eða finna túrtappa, geyma hann í vasanum á vellinum, bíða eftir rétta andartakinu, og lauma honum svo í hönd andstæðingsins og flissa svo dátt að eigin fyndni.
Vonandi myndu flestir með sæmilegt siðferði staldra við á einhverjum tímapunkti og velta fyrir sér hvort þetta sé ekki stórkostleg vanvirðing við helming mannkyns.

Segir Ragga Woods með framferði sínu vanvirða 15 ára dóttur sína, móður hennar og móður Woods og gera blæðingar að skömmustulegum viðburði.

Kæri Tiger.
Hvaða skilaboð ert þú að senda 15 ára gamalli dóttur þinni með þessum gjörningi?
Vonandi stalstu ekki túrtappanum af henni.
Hvort þú sért að gera mánaðarlegar blæðingar kvenna, og þar á meðal dóttur þinnar, móður hennar og móður þinnar að skömmustulegum viðburði.
Að kona á blæðingum sé aum og veikgeðja.
Að maður sem er undir þínum væntingum í sveiflun járnkylfu í pínulitla hvíta kúlu sé eins og kona á blæðingum.
Nú skaltu setjast niður og fá blauta borðtusku í smettið svo þú getir búið til úthugsaðri og þroskaðri brandara í framtíðinni.
Ragga fer því næst yfir það hvað gerist í líkama kvenna að blæðingum loknum.
Þegar kona er á blæðingum er hormónabúskapurinn í raun mjög hliðhollur betri frammistöðu.
Maraþonhlauparinn hin breska Paula Radcliffe setti heimsmet í maraþoni Chicago árið 2002: 2 tímar og 17 mínútur, þegar hún var með túrverki.
Líkaminn slakar á þegar hann er fullviss að hætta á óléttu er liðin hjá.
Það þýðir að öll orkukerfin sem virkjuðust í háhormónastigunum dagana á undan til að búa líkamann undir meðgöngu, eru nú klár í slaginn fyrir átök og bætingar.
Það er kaldhæðni örlaganna fyrir þig kæri Tiger, að líffræðin tekur þennan brandara og sturtar honum niður í tojlettið.
Því að á meðan blæðingum stendur og í lághormónastiginu dagana á eftir er líkami kvenna líkastur karla.
Ein rannsókn sýndi að konur taka meira á því, sýna meiri styrktaraukningu, hafa hærri sársaukaþröskuld, og jafna sig hraðar eftir æfingar þegar hormónastigið er á lágpunkti sem er frá fyrsta degi blæðinga og stendur í u.þ.b 12 daga.
Ef þú hefðir frekar nýtt tímann í að lesa Lífeðlisfræði 101 í staðinn fyrir að undirbúa þetta hallærislega móment, hefðirðu getað sparað þér þessa opinberu niðurlægingu.

Ragga segir einnig að hálf afsökunarbeiðni Woods sé engin afsökunarbeiðni.

Að lokum, þá er afsökunarbeiðni þín skýrt dæmi um hrokafulla sjálfhverfa „ekki-afsökun“ sem lýsir engri iðrun eða eftirsjá.
„Þetta átti bara að vera fyndið og leikur, og augljóslega þróaðist það ekki þannig. EF ég móðgaði einhvern, það var ekki málið, þetta voru bara vinir að gantast. EF ég móðgaði einhvern. Þá biðst ég afsökunar…..“
Ég er sorrý að þú varst móðgaður er ekki afsökunarbeiðni. Það er ekki að taka ábyrgð á gjörðum sínum. Það er að varpa ábyrgðinni yfir á hinn aðilann fyrir að verða móðgaður.
Einlæg iðrun og auðmýkt kemur fram þegar þú tekur skýra ábyrgð á eigin hegðun og hvað þú ætlar að gera henni til bóta í framtíðinni.
EF ÉG MÓÐGAÐI EINHVERN…. er ekki afsökunarbeiðni.
Ábyrgð er lykilatriði í að biðjast afsökunar.
Ég gerði X og ég biðst afsökunar á því og mun gera Y til að bæta mig svo þetta gerist ekki aftur.
Til dæmis „Ég gerði barnalegan brandara sem vanvirti konur og ég mun lesa pistla Röggu Nagla í gegnum Google translate til að fræða mig svo þetta gerist ekki í framtíðinni.“
Kveðja frá arfaslökum kósýgolfara í Danmörku

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum