fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

„Þessi líkamsárás skrifast ekki á fyrirtækið sem ég vann fyrir“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 17. febrúar 2023 22:00

Tinna Guðrún Barkardóttir Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áfallasaga Tinnu Guðrúnar Barkardóttur ætti að vera flestum kunn. Í mars í fyrra var hún við vinnu sína á Vinakoti, einkareknu úrræði fyrir börn og ungmenni með fjölþættan vanda, þegar 18 ára skjólstæðingur hennar réðst á hana. DV greindi fyrst frá árásinni sem var hrottaleg og rannsökuð af lögreglu sem stórfelld líkamsárás.

Tinna þurfti að læra að ganga á ný eftir hrottalega árás og frelsissviptingu – „Manneskjan finnur að hún hefur vald yfir mér“

Tinna sagði sögu sína í Kveik á RÚV á þriðjudagskvöld og skrifaði DV frétt í kjölfarið. Í þættinum var einnig rætt við Sigurð Hólm Gunnarsson iðjuþjálfa, framkvæmdastjóra hjá Allir Sáttir og fyrrverandi forstöðumann Hraunbergs, skammtímaheimili fyrir unglinga, árin 2010-2022. Þekkir Sigurður málefnið af eigin reynslu sem starfsmaður og yfirmaður úrræðis fyrir börn með fjölþættan vanda og sem þolandi líkamsárásar í starfi. 

Sigurður reyndi ítrekað að benda á hættulegar aðstæður en enginn hlustaði – „Það er algjör hending að enginn hafi slasast alvarlega“

Tinna tjáir sig á ný um málið á færslu á Facebook. Segist hún hafa stigið stórt skref út fyrir sig þægindaramma til að taka þátt í umfjöllun um úrræðaleysi og bresti innan kerfisins þegar kemur að börnum og ungmennum með fjölþættan vanda. Hennar framlag hafi verið saga hennar af líkamsárás og frelsissviptingu.

„Ég sit eftir með miklar afleiðingar, líkamlegar og andlegar. Fjölskyldan mín líka,“ segir Tinna, sem segist með mikla reynslu og menntun á sviði þessara málefna og telji sig því geta tjáð sig bæði út frá sinni persónulegu reynslu og almennt.

Segir Tinna kerfið gefa sig út fyrir að vinna fyrir börn, en geri það því miður oft ekki. Bendir hún á að fyrirtækið sem hún vann hjá og rekur Vinakot hafi margsinnis rætt við bæjaryfirvöld þess efnis að skjólstæðingurinn sem réðst á Tinnu ætti ekki heima í þessu úrræði og BUGL hafi einfaldlega neitað að vinna betur með þeim. 

„Þessar upplýsingar koma engum á óvart sem unnið hafa innan kerfisins, því miður! Þessi líkamsárás skrifast ekki á fyrirtækið sem ég vann fyrir.“ 

Óskaði eftir fundi hjá Hafnarfjarðarbæ

Tinna rekur að eftir að hún varð fyrir líkamsárásinni hafi hún óskað eftir fundi með Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra Hafnarfjarðar, og Rannveigu Einarsdóttur, þáverandi yfirmanni málaflokksins hjá bænum, en einnig var rætt við hana í þætti Kveiks.

„Á þeim fundi, sem í besta falli var galinn, kom í ljós að bæjarstjórinn stóð í þeirri meiningu og Rannveig hélt því fram að þessi umræddi skjólstæðingur væri í öryggisúrræði sem bærinn greiddi fyrir og þess vegna ætti Vinakot, fyrirtækið sem ég var að vinna hjá, að bera alla ábyrgð. Það tók mig nokkurn tíma að „rökræða“ við hana þar sem Vinakot hefur aldrei boðið upp á slíka þjónustu. Það er alvarlegt í mínum huga að yfirmenn innan bæjarfélagsins segi ekki satt eða rétt frá og haldi því fram að bærinn sé að kaupa þjónustu sem aldrei hefur verið boðið upp á. Þessi sama kona kom fram í viðtali og hélt því fram að þetta mál, eins og önnur, væru skoðuð mjög vel. Það er, því miður, ekki heldur rétt. Heppilegt að geta falið sig á bak við: Ég má ekki tjá mig um einstaka mál,“ segir Tinna og segir bæjarfélagið hafa brugðist. 

Segir hún BUGL sömuleiðis hafa brugðist, þar sem í nokkur ár hafi verið búið að reyna að fá aðstoð fyrir skjólstæðinginn, án árangurs.

Tinna segir jafnframt frá því að hún hafi að hennar mati lent hjá vanhæfum lækni sem hafi niðurlægt hana og gert lítið úr árásinni. Henni hafi þó verið boðin áfallahjálp, sem hún þáði og hafði trú á.

„Ég og pabbi mættum, ég gat ekki keyrt. Ég var bara spurð út í bakgrunn minn, áfengis- og vímuefnanotkun, tekjur, kyn og annað sem spítalinn getur notað til að flokka hverjir það eru sem lenda í ofbeldi. Galið!“

Tinna segir Heiðu Björg Hilmisdóttur hafa mætt í Kastljós fyrir hönd sveitarfélaga. „Og talaði um enn einn hópinn og enn eina skýrsluna sem á að bjarga öllum þessum vanda, engin alvöru svör. Ég hef setið fundi með henni þar sem ég gat alls ekki séð hennar vilja til að grípa snemma inn í vanda barna, eins og allir aðrir innan kerfisins er betra að reyna kannski að slökkva elda þegar þeir eru löngu kviknaðir í stað þess að koma í veg fyrir þá.

Hvernig væri í alvöru að gera eitthvað, nota peningana og tímann til að vinna í vandanum MEÐ þeim sem vinna á gólfinu en ekki búa til endalaust af skýrslum og hópum með fólki sem þykist vita hvað er best að gera en hefur í raun bara setið við skrifborð, ekki að það sé ekki líka álag.“

Fyrirspurn frá Flokki fólksins til Velferðarráðs

Helga Þórðardóttir, varaborgarfulltrúi Flokks fólksins, lagði fram fyrirspurn til Velferðarráðs á miðvikudag. Segir hún það áleitna spurning hvort hægt sé að réttlæta að reka hagnaðardrifið úrræði til að aðstoða veik börn í neyð og segist hún bíða spennt eftir svörum.

Helga Þórðardóttir

„Fyrirspurn um eftirfylgd Reykjavíkur með einkareknum vistheimilum  fyrir börn með fjölþættan vanda. Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um hvort  Reykjavíkurborg sé með þjónustusamning við einkarekin vistheimili fyrir börn með fjölþættan og flókinn vanda?

Ef svo er hvernig er eftirliti háttað með þessum heimilum?

Einnig er spurt um hvort fylgst sé með öryggi skjólstæðinga og starfsfólks og hvort það sé tryggt? Er gerð krafa á að vistheimilin séu með fagfólk sem kann að veita börnum meðferð og aðstoð?

Hér er um að ræða börn sem eru veik, mörg með alvarlegan geðrænan vanda og hljóta því að þurfa sértæka meðhöndlun.

Er fylgst með arðgreiðslum hjá þessum einkareknu vistheimilum, ef þær eru til staðar?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“