fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Tinna þurfti að læra að ganga á ný eftir hrottalega árás og frelsissviptingu – „Manneskjan finnur að hún hefur vald yfir mér“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 14. febrúar 2023 21:30

Tinna Guðrún Barkardóttir Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í mars í fyrra var Tinna Guðrún Barkardóttir við vinnu sína á Vinakoti, einkareknu úrræði fyrir börn og ungmenni með fjölþættan vanda, þegar 18 ára skjólstæðingur hennar réðst á hana. DV greindi fyrst frá árásinni sem var hrottaleg og rannsökuð af lögreglu sem stórfelld líkamsárás.

Stórfelld líkamsárás á starfsmann Vinakots – Frelsissviptur og beittur hrottalegu ofbeldi

 

Tinna sagði sögu sína í Kveik á RÚV nú í kvöld. Gagnrýnir hún að stúlkan var ekki handtekin þegar lögreglan kom á staðinn og var aldrei handtekin, þrátt fyrir að vera orðin 18 ára og málið rannsakað sem meiriháttar líkamsárás og frelsissvipting.

Í viðtalinu við Tinnu kemur fram að stúlkan var talin vera hættuleg og áttu því alltaf að vera að minnsta kosti tveir starfsmenn með henni. Vegna veikinda starfsfólks var Tinna hins vegar ein. Voru þær á leið í búð þegar átökin hófust.

„Og hún byrjar að hrinda mér upp við vegg þannig að ég byrja svolítið að skella höfðinu í útidyrahurðina. Og manneskjan finnur að hún hefur vald yfir mér. Miklu stærri og sterkari en ég. Svo fer hún með mig inn í herbergi, sem er starfsmannaherbergi inni í íbúðinni og hendir mér þar í sófa sem er inni í herberginu. Og byrjar þar að mæla við – ef hún ýtir í ennið á mér, hvort hún nái að skella með höfuðið á mér í gluggakistuna. Og fyrst gerir hún þetta nokkrum sinnum þannig að ég næ að spyrna á móti. Þá verður hún reið. Hún heldur þarna góðu hendinni minni og tekur af mér símann og hendir honum ofan í klósettið. Þannig að ég er ekki með síma á mér, get ekki látið neinn vita. Eftir þetta fer hún að rífa mig upp á hárinu og berja mér í gluggakistuna. Tekur í báða ökklana á mér og rífur mig líka á lömuðu hendinni fram úr sófanum, dregur mig eftir gólfinu og er að segja við mig að hún sé að niðurlægja mig,“

segir Tinna sem telur árásina hafa staðið yfir í um tvær klukkustundir.

Tinna var lengi að jafna sig eftir árásina og átta sig á áfallinu og afleiðingum þess.

„Það gengur mjög hægt að ná göngunni, að labba. Ég sef ennþá mjög illa og slitrótt, níu mánuðum seinna. Ég fæ mjög mikið af flashbökkum, fæ mikinn svima og dett. Ég er búin að handarbrotna út af því að ég er að detta. Það eru alls konar hlutir,“

segir Tinna við Kveik í desember í fyrra. Þá var hún í endurhæfingu á Reykjalundi þar sem hún lærði að ganga á ný.

Tinna leitar nú réttar síns með aðstoð lögmanns. Árásin telst ekki vera vinnuslys og stéttarfélagið greiðir því ekki lögfræðikostnaðinn. Hún segir líka að sér hafi gengið illa að fá áheyrn innan heilbrigðiskerfisins.

Ekki fyrsta alvarlega líkamsárásin í Vinakoti

Samkvæmt upplýsingum Kveiks átti önnur alvarleg líkamsárás sér stað í Vinakoti árið 2016 þegar tvær konur sem unnu þar hlutu meðal annars höfuðáverka og rifbeinsbrot þegar ráðist var á þær.

Í þættinum er rætt við fleiri sem að málinu koma, þar á meðal Rannveigu Einarsdóttur, sem starfaði þá sem sviðsstjóri velferðarsviðs Hafnarfjarðarbæjar, um þjónustusamninga Vinakots við sveitarfélögin, en stúlkan sem um ræðir var með slíkan í gegnum Hafnarfjarðarbæ. Rannveig vill ekki svara því hvort bærinn beri einhverja ábyrgð þegar svona alvarleg atvik verða, né hvort fylgst sé með því hvort verið sé að veita þá þjónustu sem samið er um og sveitarfélagið greiðir fyrir.

Umfjöllun Kveiks má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Þetta er góð táknmynd af þeim stóra vanda sem Pútín glímir við

Þetta er góð táknmynd af þeim stóra vanda sem Pútín glímir við
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Óvinnufær vegna myglu en fær ekki áheyrn í Hæstarétti

Óvinnufær vegna myglu en fær ekki áheyrn í Hæstarétti