fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Segir að reiðikast Pútíns í sjónvarpsútsendingu sé merki um enn meiri vandamál

Ritstjórn DV
Föstudaginn 17. febrúar 2023 05:30

Vladimir Pútín. Mynd: EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýlegri stöðuuppfærslu breska varnarmálaráðuneytisins um gang stríðsins í Úkrainu tengir ráðuneytið reiðikast Vladímír Pútíns gegn varaforsætisráðherra sínum í sjónvarpsútsendingu í janúar við vandamál sem er að verða að „krítískum veikleika“ fyrir Rússa.

Það var í janúar sem Pútín húðskammaði Denis Manturov, varaforsætisráðherra, sem ber ábyrgð á vopnaiðnaði landsins. Pútín sakaði hann meðal annars um að „slugsa“.

BBC segir að Pútín hafi eytt mörgum mínútum í að saka Manturov um skriffinsku og tafir við að panta flugvélar fyrir herinn og til borgaralegra nota. „Of langur tími, þetta tekur of langan tíma. Hvað ertu að slugsa? Hvenær verður skrifað undir samningana?“ sagði Pútín.

Varnarmálaráðuneytið segir að þetta sé „eitt mesta reiðikast“ Pútíns síðan stríðið hófst. Segir ráðuneytið að ástæðan fyrir þessari reiði sé að rússneskur vopnaiðnaður anni ekki eftirspurn.

„Háttsettir rússneskir leiðtogar vita líklega að hergagnaiðnaður ríkisins er að verða að krítískum veikleika,“ segir í stöðufærslu ráðuneytisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
Fréttir
Í gær

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks