fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Segir að reiðikast Pútíns í sjónvarpsútsendingu sé merki um enn meiri vandamál

Ritstjórn DV
Föstudaginn 17. febrúar 2023 05:30

Vladimir Pútín. Mynd: EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýlegri stöðuuppfærslu breska varnarmálaráðuneytisins um gang stríðsins í Úkrainu tengir ráðuneytið reiðikast Vladímír Pútíns gegn varaforsætisráðherra sínum í sjónvarpsútsendingu í janúar við vandamál sem er að verða að „krítískum veikleika“ fyrir Rússa.

Það var í janúar sem Pútín húðskammaði Denis Manturov, varaforsætisráðherra, sem ber ábyrgð á vopnaiðnaði landsins. Pútín sakaði hann meðal annars um að „slugsa“.

BBC segir að Pútín hafi eytt mörgum mínútum í að saka Manturov um skriffinsku og tafir við að panta flugvélar fyrir herinn og til borgaralegra nota. „Of langur tími, þetta tekur of langan tíma. Hvað ertu að slugsa? Hvenær verður skrifað undir samningana?“ sagði Pútín.

Varnarmálaráðuneytið segir að þetta sé „eitt mesta reiðikast“ Pútíns síðan stríðið hófst. Segir ráðuneytið að ástæðan fyrir þessari reiði sé að rússneskur vopnaiðnaður anni ekki eftirspurn.

„Háttsettir rússneskir leiðtogar vita líklega að hergagnaiðnaður ríkisins er að verða að krítískum veikleika,“ segir í stöðufærslu ráðuneytisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu