fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024
Fréttir

Vorsókn Rússa er hafin – Sérfræðingar undrast taktík þeirra

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 16. febrúar 2023 07:00

Rússneskir hermenn í Úkraínu. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í vetur hefur verið mikið rætt um að bæði Rússar og Úkraínumenn hyggi á stórsókn nú á vormánuðum. En Rússar virðast ekki ætla að bíða eftir vorinu og virðist sem sókn þeirra sé hafin.

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sagði á mánudaginn að stórsókn Rússa í austurhluta Úkraínu sé hafin.

Eflaust bjuggust sumir við kröftugum árásum á stærri bæi og borgir en það virðist ekki vera taktík Rússa miðað við það sem hefur gerst fram að þessu.

Stoltenberg sagði að Rússar reyni að bæta sér upp skort á gæðum með því að nýta sér fjöldann og séu reiðubúnir til að fórna miklum fjölda hermanna.

TV2 segir að margir vestrænir sérfræðingar hafi einmitt tekið eftir þessu og þá sérstaklega í bardögunum við Vuhledar. Undrast sérfræðingarnir taktík Rússa. Það sama á við um rússneska herbloggara, þeir eru líka hissa.

Upptökur úkraínskra dróna af vígvellinum við Vuhledar sýna rússneska skriðdreka og fótgönguliða reyna að sækja fram yfir opið landsvæði á meðan Úkraínumenn láta stórskotaliðsskothríð rigna yfir þá. Skriðdrekunum er ekið á jarðsprengjur og hörfa í skyndingu en sumir komast ekki til baka, þeir loga. CNN skýrir frá þessu og segir þetta sviðsmyndina af bardögunum við Vuhledar síðustu tvær vikur.

Á sunnudaginn sagði breska varnarmálaráðuneytið, í daglegri stöðufærslu sinni um gang stríðsins, að á síðustu sjö dögum hafi Rússar líklega orðið fyrir mesta manntjóni sínu síðan í upphafi innrásarinnar. Sagði ráðuneytið að þeir hafi líklega misst 824 hermenn á dag, að meðaltali.

Sóknin við Vuhledar hefur reitt marga rússneska herbloggara til reiði, þar á meðal Igor Girkin sem stýrði baráttu úkraínska aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu 2014. „Aðeins aular sækja fram á sama staðnum mánuðum saman, stað þar sem sterkar varnir eru og mjög óhagstætt að sækja fram,“ skrifaði hann á Telegram að sögn CNN.

Því hefur verið velt upp hvort þessari taktík Rússa með litlum sóknum á langri víglínu sé ætlað að valda ruglingi um hvar stórsókn þeirra verði gerð.

Carsten Rasmussen, fyrrum herforingi í danska hernum, sagði í samtali við Politiken að Rússar virðist vera að nota aðferð sem Sovétríkin notuðu með góðum árangri gegn Þjóðverjum 1944. Hún nefnist „bite and hold“ (bíttu og haltu). Hún gengur út á að gera litlar sóknir á mörgum stöðum og síðan halda því svæði sem næst. Hann sagði að Úkraínumenn verði að halda ró sinni, halda stöðum sínum og takast á við þessar sóknir og ekki senda varalið sitt of snemma af stað. „Eldri úkraínskir herforingjar þekkja líklega þessa taktík. Þeir hafa líka lært rússneska stríðssögu,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fjöldi fólks varð strandaglópar í Búdapest þegar flug Wizz air féll niður – Maður í hjólastól lofar viðbrögð Íslensku Klíníkurinnar

Fjöldi fólks varð strandaglópar í Búdapest þegar flug Wizz air féll niður – Maður í hjólastól lofar viðbrögð Íslensku Klíníkurinnar
Fréttir
Í gær

Costco reiknar ekki með að „heimsendafatan“ verði til sölu hérlendis – Aðeins ákall neytenda gæti breytt því

Costco reiknar ekki með að „heimsendafatan“ verði til sölu hérlendis – Aðeins ákall neytenda gæti breytt því
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strandamenn óhamingjusamastir en Skagfirðingar ánægðastir með lífið

Strandamenn óhamingjusamastir en Skagfirðingar ánægðastir með lífið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Datt illa í vinnunni og slasaðist – Var handtekinn í kjölfarið þegar upp komst að hvorki dvalar- né atvinnuleyfi var til staðar

Datt illa í vinnunni og slasaðist – Var handtekinn í kjölfarið þegar upp komst að hvorki dvalar- né atvinnuleyfi var til staðar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Umboðsmaður Alþingis skipar lögreglu að afhenda Tómasi sjálfsvígsbréf sonar hans – Neita að afhenda það

Umboðsmaður Alþingis skipar lögreglu að afhenda Tómasi sjálfsvígsbréf sonar hans – Neita að afhenda það
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tæknibilun í vírusvarnarhugbúnaði virðist hafa valdið ringulreið á heimsvísu – „Jæja, þá kemst maður kannski ekki heim“

Tæknibilun í vírusvarnarhugbúnaði virðist hafa valdið ringulreið á heimsvísu – „Jæja, þá kemst maður kannski ekki heim“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Neyðarleg rangfærsla á versta tíma og ráðuneytið svarar ekki spurningum um málið

Neyðarleg rangfærsla á versta tíma og ráðuneytið svarar ekki spurningum um málið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Einn lítillega slasaður eftir sprengingu í Leifsstöð

Einn lítillega slasaður eftir sprengingu í Leifsstöð