fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra lögsækir franskan mann eftir gróf náttúruspjöll

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 7. febrúar 2023 19:55

Mynd: Vegagerðin

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frönskum ökuníðingi hefur verið birt fyrirkall og ákæra í Lögbirtingablaðinu vegna náttúruspjalla sem hann framdi, samkvæmt ákærunni, í Skútustaðahreppi í Þingeyjarsveit, sumarið 2021. Keyrði maðurinn utanvega eftir ósnortnu landi og virti ekki vegalokanir.

Maðurinn er sagður hafa með framferði sínu hafa brotið gegn lögum um náttúruvernd og framið umferðalagabrot með því að hafa ekið bíl sínum „utan vega og um ósnortið land á vegi F910, austan við Dreka í Skútustaðahreppi, þar sem hann ók um 30 metra um ósnortið land og olli með atferli sínu spjöllum á náttúrunni meðfram veginum svo á sá, við akstur um svæðið fór ákærði gegn lokunarmerkingum þar sem framangreindum hálendisvegi, F910, hafði verið lokað af Vegagerðinni með merktum skiltum og keðjum,“ eins og segir í ákæru.

Maðurinn er fæddur árið 1969. Krefst lögreglustjóri þess að hann verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Norðurlands eystra þann 9. mars næstkomandi. „Ákærði er kvaddur til að koma fyrir dóm, hlýða á ákæru, halda uppi vörnum og sæta dómi. Sæki ákærði ekki þing má hann búast við því að fjarvist hans verði metin til jafns við það að hann viðurkenni að hafa framið brot það sem hann er ákærður fyrir og dómur verði lagður á málið að honum fjarstöddum,“ segir í fyrirkalli frá Héraðsdómi Norðurlands eystra, sem birt er í Lögbirtingablaðinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Í gær

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum
Fréttir
Í gær

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum
Fréttir
Í gær

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni