fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Iva Marin fullyrðir að móður hennar hafi verið bolað úr starfi hjá Pírötum vegna þess að hún setti „like“ við skoðanagrein dóttur sinnar

Ritstjórn DV
Mánudaginn 6. febrúar 2023 12:01

Íva Marín Adrichem

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan og aktívistinn Iva Marín Adrichem segist hafa orðið fyrir margvíslegri kúgun og ofbeldi vegna skoðana sinna sem hafi meðal annars orðið til þess að henni hafi verið slaufað af Ferðamálastofu og að móðir hennar hafi misst starf sitt vegna tengsla við hana.  Segir Iva Marín, sem hefur verið blind frá fæðingu, að ástæðan fyrir þessu hafi verið sú að hún hafi verið óhrædd við að tjá sig og skoðanir hennar falli illa í kramið hjá þeim sem stjórni umræðunni.

Auglýsingaherferð tekin úr umferð

Þetta kemur fram í nýju viðtali við Ivu Marín í þættinum Spjallið með  Frosta Logasyni. Í þættinum, sem aðgengilegur er á hlaðvarpsveitunni Brotkast, segir Iva Marín upplifa það að þeir sem tali mest fyrir umburðarlyndi og fjölbreytileika hafi minnstu þolinmæðina fyrir öðrum skoðunum.

Söngkonan hefur reglulega vakið athygli og umtal fyrir skoðanir sínar, ekki síst vegna þess að þær eru stundum á öndverðum meiði við þá minnihlutahópa sem hún tilheyrir en Iva Marín hefur verið blind frá fæðingu og er samkynhneigð.  Sem dæmi um skoðanir sem Iva Marín hefur vakið athygli fyrir er að hún telur  að það sé ekki rétt að konum sé kerfisbundið haldið niðri í samfélaginu. Þá hefur hún gagnrýnt talsmenn ýmissa „háværra minnihluta“ sem hún segir að stjórni umræðunni og leyfi ekki mismunandi skoðanir einstaklinga sem tilheyri þessum minnihlutahópum. Mesta umtalið tengist þó aðkomu Ivu Marínar að LGB-teyminu sem sagt hefur verið beita sér gegn réttindum transfólks og sé tilraun til þess að flytja inn transfóbíska orðræðu til Íslands.

Fullyrðir Iva Marín að Ferðamálastofa hafi tekið þegar birta auglýsingaherferð með henni í forsvari, sem snerist um aðgengi fatlaðra að ferðamannastöðum, úr umferð á dögunum og að ástæðan fyrir því hafi verið hversu óhrædd Iva Marín sé að tjá skoðanir sínar.

Uppfært kl.12.20: Iva Marín birti skjáskot af samskiptum sínum við Elías Bj. Gíslason, settan Ferðamálastjóra. Þar kemur fram að athugasemdir hafi verið gerðar við þátttöku hennar í myndböndunum vegna skoðana hennar á transfólki og því hafi myndböndunum verið kippt úr umferð því að Ferðamálastofa „vilji alls ekki að þetta verkefni dragist inn í þá umræðu.“ Þess vegna verði myndböndin endurgerð og annar blindur einstaklingurinn fenginn til að vera í forsvari.

Umrætt myndband var liður í fræðsluverkefninu Gott aðgengi í ferðaþjónustu, sem Ferðamálastofa vann í samstarfi við Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra og Öryrkjabandalag Íslands.

 

 

DV óskaði eftir viðbrögðum frá Ferðamálastofu vegna málsins og barst eftirfarandi yfirlýsing skömmu síðar.

Undir lok síðasta árs kom í ljós að einstaklingur sem fenginn var gegn greiðslu til þátttöku í gerð fræðsluefnis fyrir verkefnið Gott aðgengi, á vegum Ferðamálastofu í samstarfi við  Sjálfsbjörg, ÖBÍ réttindasamtök, o.fl., hefur tilheyrt samtökum sem vegið hafa að réttindum trans fólks. Eftir að fræðsluefnið var birt á heimasíðum samstarfsaðilanna bárust athugasemdir vegna þátttöku viðkomandi og var sú ákvörðun tekin í kjölfarið að hætta birtingu efnisins.

Megintilgangur verkefnisins er að fræða og upplýsa. Þegar í ljós kemur að leikari eða sögumaður viðhefur skoðanir sem ganga gegn réttindum fólks er hætta á að sett markmið náist ekki með birtingu þess.

Hver einstaklingur er að sjálfsögðu frjáls að sínum skoðunum en mikilvægt er að sá sem fenginn er til að vera í forsvari fyrir verkefni á borð við Gott aðgengi sé trúverðug rödd þeirra sjónarmiða sem verkefnið stendur fyrir. 

 

Missti starfið út af „like“-i

Í viðtalinu segir Iva ennfremur að þjóðþekktur aðili séð til þess að móður hennar hafi verið bolað úr starfi hjá Pírötum. Fullyrðir Iva Marín að það hafi verið vegna þess að móðir hennar líkað við grein á samfélagsmiðlum sem hún skrifaði.  Aðspurð hvernig sér liði með það að skoðanir hennar hafi slík áhrif á ástvini hennar segir Iva Marín:

„Það var ótrúlega erfitt. Ég get eiginlega tekið hverju sem er því að ég get svarað fyrir mig. Ég get ábyrgst mín mál.“

Hún segist fyrsta hafa upplifað skömm og eftirsjá að hafa tjáð sig opinberlega þegar hún fór að finna fyrir því „að fjölskylda hennar sé farin að lenda í ómálefnalegu ofbeldi“ sem miði af því að kúga hana og þagga niður í henni. Það segir Iva Marín að sé ekki réttmætt og því hafi hún ákveðið að segja frá þessari skoðanakúgun í viðtalinu.

Þjóðþekktur aðili  hafi beitt hana skoðanakúgun og ofbeldi

Aðspurð hvort að hún upplifi það að hún þurfi að gæta orða sinna í opinberri umræðu þá segist Iva Marín gera það að einhverju leyti en að sama skapi sé afar mikilvægt að halda umræðunni á lofti.

„Fyrst umræðan er svona viðkvæm, að einstaklingar leggi steina í götu þeirra sem tjá sig með hætti sem þeim er ekki þóknanlegur, þá er greinilega extra mikil þörf á umræðu,“ segir Iva Marín.

Segist hún hafa orðið fyrir skoðanakúgun og ofbeldi að hálfu þjóðþekkts aðila en sá hafi haft sig mikið í frammi í samfélagsumræðunni um hatursorðræðu. „Ég er að sjá einn af mínum aðalgerendum hafa sig hvað mest í frammi varðandi umræðuna um hatursorðræðu. Það þykir mér langerfiðast að sjá. Ég þurfti að slökkva á sjónvarpinu um daginn þegar viðkomandi var þar í pallborði. Það er þjóðþekktur einstaklingur með mikil völd í samfélaginu,“ segir Iva Marín í viðtalinu,

Sagðist hún þó ekki vilja nafngreina viðkomandi að svo stöddu.

Hér má sjá tvö brot úr þættinum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Læknar samþykkja kjarasamning

Læknar samþykkja kjarasamning
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“
Fréttir
Í gær

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Í gær

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“
Fréttir
Í gær

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“