Fimm slösuðust í hörðum árekstri tveggja bíla á Norðurströnd á Seltjarnarnesi upp úr kl. 23 á föstudagskvöld. Þar af slasaðist einn alvarlega. Vísir greindi frá og ræddi við Sigurjón Hendriksson, varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Að sögn hans voru öll fimm í bílunum tveimur fluttir á slysadeild.
Áreksturinn átti sér stað í beygju á Norðurströnd. Var götunni lokað í kjölfarið og stóð lokunin fram yfir miðnætti.
Fjórir sjúkrabílar og einn dælubíll voru sendir á vettvang.