fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Eyjabörn voru lamin þegar þau komu upp á land og sögð vera pakk

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 27. janúar 2023 09:00

Frá Vestmannaeyjum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég bjó í Hveragerði og gat ekki leikið við önnur börn vegna þess að ég var viðlagasjóðspakk og var bara laminn.“

Þetta segir Gísli Ingi Gunnarsson sem hóf umræðu á Facebook um reynslu sína af því að hafa þurft að flýja upp á land þegar eldgos hófst í Vestmannaeyjum 1973. Í kjölfarið hafa fleiri tekið til orðs og skýrt frá reynslu sinni.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Í umfjöllun blaðsins kemur fram að mörg börn hafi upplifað neikvætt viðhorf og fengið að vita að þau væru afætur á íslensku samfélagi.

Kona ein segist hafa verið kýld og grýtt. Önnur segir frá káfi og kynferðislegri áreitni.

„Alveg ótrúlegt að í öll þessi ár hef ég ekki séð mikið fjallað um hvernig börnin frá Eyjum komu út úr þessu öllu saman, rifin upp með rótum,“ segir Díana Aðalheiðardóttir.

Margir ræða einnig um þöggun því það hafi aðeins mátt segja eina sögu, sögu hetjudáða og samstöðu.

Ragnar Óskarsson, 75 ára sögukennari í Eyjum, segir að flest hafi gengið vel miðað við aðstæður en umræðan minni hann á þegar verið sé að taka á móti flóttafólki: „Það eru alltaf raddir í landinu sem segja: Við getum ekki séð um okkur sjálf en samt erum við að taka á móti flóttafólki.“

Hægt er að lesa nánar um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sparnaðurinn reyndist öryrkja dýrkeyptur

Sparnaðurinn reyndist öryrkja dýrkeyptur
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Óvinnufær vegna myglu en fær ekki áheyrn í Hæstarétti

Óvinnufær vegna myglu en fær ekki áheyrn í Hæstarétti
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn