fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Rúmlega 100 skriðdrekar á leið til Úkraínu en það er þörf fyrir 300

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 26. janúar 2023 08:00

Breskur Challenger 2 skriðdreki en Úkraínumenn fá nokkra slíka. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir tilkynningar bandarískra og þýskra stjórnvalda í gær um að löndin ætli að láta úkraínska hernum fullkomna skriðdreka í té þá liggur fyrir að rúmlega 100 skriðdrekar verða sendir til Úkraínu frá Vesturlöndum á næstu mánuðum.

En hvað geta þessir skriðdrekar?

Þessu var svarað í umfjöllun Jótlandspóstsins. Þar kemur fram að nú sé búið að lofa Úkraínumönnum rúmlega 70 Leopard skriðdrekum og enn eigi lönd, sem eiga slíka skriðdreka, eftir að taka ákvörðun um hvort þau láti Úkraínumönnum einhverja þeirra í té.  Þeim til viðbótar koma 31 bandarískir Abrams M1 skriðdrekar og 14 breskir Challenger skriðdrekar. Þessu til viðbótar þá vinnur tékkneskur vopnaframleiðandi hörðum höndum að því að endurbæta 90 sovéska T-72 skriðdreka sem eru sendir til Úkraínu um leið og þeir eru tilbúnir.

Í desember sagði æðsti yfirmaður úkraínska hersins að hann vantaði 300 skriðdreka og 700 ökutæki fyrir fótgöngulið til að geta endurheimt þau landsvæði sem Rússar hafa hertekið. Færri skriðdrekar skipta auðvitað máli en orð yfirmannsins sýna hversu mikilvægir skriðdrekar eru í stríðinu. Breska varnarmálaráðuneytið telur að Rússar hafi misst um 1.700 skriðdreka frá því að þeir réðust inn í Úkraínu.

Skriðdrekar bjóða upp á einstaka blöndu mikils hraða, mikils skotkrafts og góðrar varnar. Af þeim sökum eru þeir upplagt vopn þegar brjótast þarf í gegnum varnarlínur. Leopard 2 skriðdrekarnir geta til dæmis hæft skotmark í allt að 4.000 metra fjarlægð.

Abrams og Leopard skriðdrekarnir eru nánast jafn hraðskreiðir, með nánast sama hestaflafjölda, svipaða fallbyssu og geta borið um 40 skot í byssuna. En helsti munurinn á þeim er að Abrams notar flugvélabensín en Leopard dísilolíu sem er aðgengileg á flestum stöðum í fremstu víglínu. En það getur verið erfiðara að verða sér úti um flugvélabensín. Af þeim sökum þarf væntanlega að koma upp nýjum birgðaflutningaleiðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Skatturinn sagður hafa sýnt björgunarsveit of mikla hörku

Skatturinn sagður hafa sýnt björgunarsveit of mikla hörku
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu
Fréttir
Í gær

Sót frá líkbrennslu gerir íbúum í nágrenni Fossvogskirkjugarðs lífið leitt

Sót frá líkbrennslu gerir íbúum í nágrenni Fossvogskirkjugarðs lífið leitt
Fréttir
Í gær

Guðni Th. kennir á námskeiði um Þingvelli

Guðni Th. kennir á námskeiði um Þingvelli
Fréttir
Í gær

Úrgangur úr fiskvinnslu lak út á höfnina í Patreksfirði – Heppni að menn á olíuskipi sáu lekann

Úrgangur úr fiskvinnslu lak út á höfnina í Patreksfirði – Heppni að menn á olíuskipi sáu lekann