fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Verður ný stórsókn síðasta tækifæri Rússa?

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 25. janúar 2023 06:45

Rússneskur skriðdreki. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Úkraínu og á Vesturlöndum er talið að Rússar séu með stórsókn í bígerð í Úkraínu og að ekki sé langt í að hún hefjist.

Þegar veturinn brast á breyttist gangur stríðsins og það fraus eiginlega fast á margan hátt og herir stríðsaðilanna gátu ekki lengur sótt fram. Við tók gamaldags skotgrafahernaður, til dæmis í Bakhmut þar sem gríðarlegt mannfall hefur orðið í baráttu um nokkur hundruð metra lands.

En nú óttast Úkraínumenn og Vesturlönd að þessi kyrrstaða á vígvellinum fari að taka enda.

Á meðan málaliðar frá Wagnerhópnum hafa barist í fremstu víglínu og nánast verið leiddir til slátrunar í þúsundatali, hafa Rússar þjálfað herkvadda menn fjarri fremstu víglínum.

Í september var tilkynnt um herkvaðningu 300.000 manna og stór hluti þeirra hefur ekki enn upplifað bardaga í fremstu víglínu.

„Það þurfti að senda suma strax á vígvöllinn því Úkraínumönnum gekk mjög vel í Kharkiv og menn óttuðust að það yrði valtað yfir þá þar en ég giska á að 150.000 af herkvöddu hermönnunum bíði að baki víglínunni og hafi ekki verið í fremstu víglínu,“ sagði Kristian Lindhardt, hjá danska varnarmálaskólanum, í samtali við Danska ríkisútvarpið.

Hann benti á að þar sem rússnesku hermennirnir hafi verið við þjálfun í fjóra mánuði séu þeir í allt öðrum gæðaflokki en þeir hermenn sem úkraínsku hermennirnir hafa barist við í vetur.  Einnig megi búast við að þeir séu með góðan útbúnað og frekar vel þjálfaðir.

Spurningin er síðan hvar Rússar muni ráðast til atlögu þegar þeir hefja stórsókn sína. Upplýsingar Úkraínumanna benda til að þeir muni aftur reyna að ná Kyiv á sitt vald. Lindhardt sagðist telja að höfuðborgin sé upplagt markmið fyrir Rússa. Ef þeim takist að ná borginni á sitt vald þá hafi þeir tekið stórt skref í átt að sigri. Þar séu stjórnvöld og stjórnkerfið með höfuðstöðvar.

Aðspurður hvort þessi sókn sé síðasta tækifæri Rússa til að ná árangri í Úkraínu sagði Lindhardt að svo væri ekki. Rússar hafi eins mörg tækifæri og þeir vilja, af þeim sökum megi aldrei vanmeta Rússa.

„Það hefur jú gengið hrikalega illa hjá Rússum í þessu stríði og það getur fengið okkur til að halda að við getum vel ráðið við þá. Það væru stór mistök. Rússarnir geta komið aftur í vor og aftur ári síðar og aftur árið eftir það. Þetta snýst um hversu lengi þeir nenna því,“ sagði Lindhardt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kostar sitt að kúka í Lystigarðinum – Akureyrarbær tvöfaldar verðmiðann

Kostar sitt að kúka í Lystigarðinum – Akureyrarbær tvöfaldar verðmiðann
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Búið að tryggja Úkraínumönnum 500 þúsund sprengjuskot – Íslendingar gáfu 300 milljónir króna

Búið að tryggja Úkraínumönnum 500 þúsund sprengjuskot – Íslendingar gáfu 300 milljónir króna
Fréttir
Í gær

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Í gær

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus