fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Pólverjar ræða hvort senda eigi skriðdreka til Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 10. janúar 2023 20:00

Þýskir Leopard 2 skriðdrekar. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrzej Duda, forseti Póllands, fundaði í gær með forsætisráðherra landsins og nokkrum ráðherrum um öryggismál tengd stríðinu í Úkraínu. Eitt af umræðuefnunum var hvort Pólverjar eigi að láta Úkraínumönnum nokkra Leopard 2 skriðdreka í té.

Þetta eru þýskir skriðdrekar en Pólverjar eiga nokkra slíka. Sky News skýrir frá þessu.

Úkraínumenn hafa hvatt Vesturlönd til að senda þunga skriðdreka til landsins en þau hafa ekki enn orðið við því. Hins vegar varð ákveðinn viðsnúningur í síðustu viku þegar Frakkar tilkynntu að þeir muni senda Úkraínumönnum tíu „létta skriðdreka“. Þetta eru ökutæki á dekkjum, ekki beltum, með fallbyssu og geta þau borið nokkra hermenn. Þau eru hraðskreið, brynvarin og geta grandað skriðdrekum.

Í kjölfarið tilkynntu Bandaríkjamenn að þeir muni senda Úkraínumönnum 50 ökutæki af þessu tagi og Þjóðverjar tilkynntu að þeir muni senda 40 slík ökutæki.

Pawel Szrot, aðstoðarmaður Duda sagði í gær að Úkraínumenn fái aðeins þunga skriðdreka frá Pólverjum „innan ramma víðtæks samkomulags við önnur ríki sem eigi slíka skriðdreka“. Hann sagði einnig að taka þurfi pólsk öryggismál með i reikninginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“
Fréttir
Í gær

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót
Fréttir
Í gær

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna
Fréttir
Í gær

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“