fbpx
Mánudagur 10.febrúar 2025
Fréttir

Slösuðust þegar snjór hrundi af húsþaki – Rán í verslun í Miðborginni

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. janúar 2023 05:15

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir vegfarendur hlutu minniháttar áverka í andlit í gær þegar snjór féll af húsþaki í Miðborginni og lenti á gangandi vegfarendum. Ekki var talin ástæða til að flytja fólkið á bráðamóttöku.

Tilkynnt var um rán í verslun í Miðborginni. Var einn handtekinn á vettvangi og í framhaldi vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.

Fimm ökumenn voru handteknir grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða lyfja. Þrír þeirra reyndust vera sviptir ökuréttindum. Einn er grunaður um vörslu fíkniefna.

Einn var handtekinn á veitingastað á Miðborgarsvæðinu en hann hafði truflað starfsemi veitingastaðarins. Hann var vistaður í fangageymslu en hann var óviðræðuhæfur sökum ölvunar.

Í Hafnarfirði var ekið á kerrugeymslu utan við verslun. Lítið tjón hlaust af og engin slys urðu á fólki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir ríkið víst eiga rétt á að krefja óskráða flokka um endurgreiðslu

Segir ríkið víst eiga rétt á að krefja óskráða flokka um endurgreiðslu
Fréttir
Í gær

Guðrún tekur slaginn við Áslaugu Örnu og Snorra

Guðrún tekur slaginn við Áslaugu Örnu og Snorra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru stærstu landeigendurnir á Íslandi

Þetta eru stærstu landeigendurnir á Íslandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnar lá ósjálfbjarga heima hjá sér í 8 klst. – Hvetur fólk í sömu stöðu til að fá sér öryggistæki

Ragnar lá ósjálfbjarga heima hjá sér í 8 klst. – Hvetur fólk í sömu stöðu til að fá sér öryggistæki
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda