fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Rússneskur hermaður segir frá lygunum – „Við gátum ekki farið neitt“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 6. janúar 2023 07:00

Rússneskir hermenn í Úkraínu. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það liðu aðeins nokkrir dagar frá því að Yevgeny Chavelyuk, sem starfaði í rússneskri stálsmiðju, fékk að vita að hann hefði verið kvaddur í herinn þar til hann stóð á úkraínskri jörð. Skömmu síðar var hann tekinn höndum af úkraínskum hermönnum.

Hann ræddi nýlega við Wall Street Journal og sagði að herdeild hans hafi verið sagt að hún væri á leið á æfingu nærri úkraínsku landamærunum. En Chavelyuk segist hafa áttað sig á að það var lygi áður en komið var á áfangastað.

Hann sagði að það hefði ekki breytt neinu að segja yfirmönnunum að hann hefði séð í gegnum lygi þeirra. „Við vorum komnir á áfangastað og við gátum ekki farið neitt,“ sagði hann.

Herdeildin var þá komin til Úkraínu þrátt fyrir að hafa aðeins fengið nokkurra klukkustunda skotvopnaþjálfun. Hver hermaður hafði aðeins tvö magasín, með skotum, meðferðis.

Megnið af þjálfun hermannanna hafði falist í að æfa þá í að búa um rúm sín og standa teinréttir í röð.

Chavelyuk var tekinn höndum af úkraínskum hermönnum í Luhansk og er nú í fangelsi með fleiri rússneskum hermönnum.

Blaðamenn Wall Street Journal fengu að ræða við hann í einrúmi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin
Fréttir
Í gær

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður
Fréttir
Í gær

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“
Fréttir
Í gær

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“