fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
FókusFréttir

Fékk sér á snípinn og var bönnuð á RÚV

Fókus
Fimmtudaginn 5. janúar 2023 14:49

Lísa Pálsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útvarpskonan landsfræga, Lísa Pálsdóttir, er gestur Sigmundar Ernis Rúnarssonar í þættinum Mannamál á Hringbraut í kvöld. Þar lýsir Lísa því  hvernig kabarett­pönk­sveitin Kamar­org­hestar, sem hún söng og lék með um ára­bil, ögraði for­pokuðu sam­fé­laginu á Ís­landi á áttunda og níunda ára­tug síðustu aldar, en sveitin sendi frá sér hljóm­plötur með textum sem þóttu svo dóna­legir að Ríkis­út­varpið, seinni tíma vinnu­staður Lísu, bannaði þá um hæl.

Þar á meðal var lagið Bíttu í rass­gatið á þér, sem samið var um of­beldis­fullan fram­gang lög­reglunnar í garð ný­til­komins frjáls­ræðis unga fólksins á Ís­landi, sem var að gera upp­reisn gegn stakri í­halds­semi ráðandi afla, en sýnu kræfari var kannski lagið sem Lísa samdi textann við – og fjallaði um að fá sér á snípinn. Það gat ríkið ekki spilað með nokkru móti.

Sagan á bak við textann er sú að strákarnir í bandinu, sem starfaði aðal­lega í Köben, státuðu sig gjarnan af því að fá sér á broddinn á þessum tímum frjálsra ásta – og Lísa vildi náttúr­lega ekki vera minni manneskja á nýjum tímum kven­frelsis og rauð­sokka, og skrifaði því niður þennan svaka­lega texta þar sem hún toppaði strákana í orða­lagi. Hún gæti fengið sér á snípinn eins og þeir á broddinn!

Hér má sjá og heyra Lísu rifja upp þessa ó­borgan­legu tíma. Mannamál er á dagskrá Hringbrautar í kvöld klukkan 19:00. Þátturinn er svo endursýndur klukkan 21:00.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Læknir vill bólusetningar við RS veiru – „Legudeildin full af börnum með sýkinguna“

Læknir vill bólusetningar við RS veiru – „Legudeildin full af börnum með sýkinguna“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Í gær

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia
Fréttir
Í gær

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Þetta er góð táknmynd af þeim stóra vanda sem Pútín glímir við

Þetta er góð táknmynd af þeim stóra vanda sem Pútín glímir við