fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Fréttir

Segir að Úkraínumenn verði að vera fyrri til

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 4. janúar 2023 08:00

Úkraínskir hermenn á vígvellinum. Mynd:Úkraínska varnarmálaráðuneytið/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef Úkraínumenn ætla að hefja sókn gegn rússneska hernum í Úkraínu verða þeir að hefja hana áður en vorið kemur.

Per Erik Solli, sérfræðingur í varnarmálum ræddi um stöðu stríðsins við Norska ríkisútvarpið, NRK, og sagði að nú sé það í millistigsfasa þar sem lítið gerist í raun. Á nokkrum stöðum hafi stríðsaðilar náð að sækja smávegis fram en það séu árásir Rússa á innviði sem séu mest áberandi.

Hann sagði að Úkraínumenn hafi náð góðum árangri á vígvellinum á síðasta ári en seint í haust hafi  sókn þeirra stöðvast.

Hann sagðist reikna með meiri hreyfingu á vígvelinum þegar vorið nálgast en nákvæmlega hvenær sé erfitt að spá fyrir um.

Hann sagði að á meðan kyrrstaða ríki á vígvellinum þá fái Úkraínumenn tíma til að fá ný vopn frá Vesturlöndum og þjálfa hermenn sína.

Hvað varðar næstu skref sagðist hann telja að Úkraínumenn muni hefja sókn á einhverjum tímapunkti og það besta sem þeir geti gert sé að gera öfugt við það sem Rússar reikni með. Markmiðið sé að koma á óvart.

Tormod Heier, prófessor við norska varnarmálaskólann, sagði að ef Úkraínumenn vilja hefja sókn sé best að hefja hana á meðan það er enn kalt og mikilvægt sé að þeir verði á undan Rússum að hefja sókn. „Svæðin eru stór og opin. Þegar þau frjósa er auðveldara að nota ökutæki með belti og fara um þessi svæði en þegar fer að þiðna að vori“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins
Fréttir
Í gær

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu