fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Fréttir

Árni Heimir biðst afsökunar – Sakaður um kynferðisbrot

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 29. september 2022 19:19

Árni Heimir Ingólfsson. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árni Heimir Ingólfsson, tónlistarmaður og tónlistarfræðingur, hefur birt afsökunarbeiðni í kjölfar ásakana á hendur honum um kynferðisbrot.

Fyrr í dag birti tónlistarmaðurinn Bjarni Frímann Bjarnason pistil þar sem hann sakaði Árna um að hafa brotið á sér er Bjarni var 17 ára en Árni 35 ára. Segir Bjarni að Sinfónuhljómsveit Íslands, þar sem mennirnir störfuðu báðir, hafi engan veginn tekið með fullnægjandi hætti á málinu.

Sjá frétt DV um ásökun á hendur Árna Heimi

DV greindi frá því í vor að starfsmaður Sinfóníuhljómsveitarinnar hafi sagt upp störfum í skugga ásakana um kynferðisofbeldi en sá maður er Árni Heimir. Þá hefur DV ennfremur fjallað um að meðlimi sveitarinnar hafi verið sagt upp í sumar eftir að hafa áður verið settur í leyfi vegna ásakana á hendur honum um áreitni og ofbeldi.

Sjá einnig: Tveir starfsmenn Sinfóníuhljómsveitarinnar stignir til hliðar vegna ásakana um áreitni og ofbeldi

Í pistli sínum segist Árni hafa farið yfir mörk annarra án þess að gera sér grein fyrir því. Segist hann hafa farið í gegnum mikla sjálfsvinnu vegna framferðis síns. Biður hann þá sem hann hefur hagað sér ósæmilega gegn innilega afsökunar:

„Kæru vinir,

Eins og sum ykkar vita hef ég undanfarin tvö ár verið í mikilli sjálfsvinnu. Þegar mér varð ljóst að ég hefði farið yfir mörk annarra án þess að gera mér grein fyrir því var augljóst í mínum huga að ég þyrfti að taka sjálfan mig í gegn. Það hefur sannarlega ekki verið auðvelt.

Þá sem ég hef hegðað mér ósæmilega gegn bið ég afsökunar af djúpri einlægni og auðmýkt. Þau skref sem ég hef gengið síðustu tvö ár eru vonandi sönnun þess að ég tek málið alvarlega, og ég er staðráðinn í því að halda áfram að vinna í sjálfum mér. Ég hef afskaplega góðan sálfræðing og aðra sérfræðinga mér við hlið sem hafa leitt mig gegnum hvert skrefið af öðru og munu gera það áfram.

Við fáum öll okkar verkefni í lífinu og þetta er hið stærsta í mínu lífi. Ég tek það alvarlega, nálgast það af auðmýkt og einlægni og þakka fyrir stuðning vina minna og fjölskyldu, sem mér þykir vænna um en allt annað.

Ást og friður,

Árni Heimir“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jón Gnarr tjáir sig um kynferðisbrotamálið á Múlaborg – Á barnabörn á deildinni og furðar sig á viðbragðaleysi borgarinnar

Jón Gnarr tjáir sig um kynferðisbrotamálið á Múlaborg – Á barnabörn á deildinni og furðar sig á viðbragðaleysi borgarinnar
Fréttir
Í gær

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“
Fréttir
Í gær

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska
Fréttir
Í gær

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Borgar þrisvar sinnum meira rafmagn en nágranninn – „Gæti verið grasið sem þú ert að rækta“

Borgar þrisvar sinnum meira rafmagn en nágranninn – „Gæti verið grasið sem þú ert að rækta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Húseigandi amast við rekstri tjaldsvæðis – Segir það valda tjóni á eign og leigjendum sínum ónæði

Húseigandi amast við rekstri tjaldsvæðis – Segir það valda tjóni á eign og leigjendum sínum ónæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur er áhyggjufullur – Segir þetta geta verið síðustu aðvörunina til Evrópu áður en stórstyrjöld við Rússland brýst út

Sérfræðingur er áhyggjufullur – Segir þetta geta verið síðustu aðvörunina til Evrópu áður en stórstyrjöld við Rússland brýst út