fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Segja Rússa sækja fram af „tilgangsleysi“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 19. september 2022 06:58

Rússneskir hermenn í Úkraínu. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flest bendir til að Rússar standi nú í tilgangslausum sóknaraðgerðum í stríðinu í Úkraínu. Þeir eru sagðir reyna að sækja fram í austurhluta landsins í stað þess að einbeita sér að því að verjast gagnsóknum Úkraínumanna.

Þetta er niðurstaða greiningar bandarísku hugveitunnar Institute for Study of War (ISW) sem setur spurningarmerki við hernaðartaktík Rússa í Úkraínu.

Í greiningu ISW segir að rússneskar hersveitir í Úkraínu haldi áfram að ráðast á Úkraínumenn í austurhluta landsins í stað þess að einbeita sér að eigin vörnum gegn gagnsóknum Úkraínumanna.

Rússar hafa einbeitt sé að bæjunum Donetsk og Bakhmut en þar hafa þeir gert árásir hvað eftir annað án þess að hafa unnið stóra sigra. Þessar árásir koma í kjölfar gagnsóknar Úkraínumanna i Kharkiv nýlega þar sem þeir hröktu rússneskar hersveitir frá stórum hluta héraðsins sem og smá hluta Luhansk.

En þrátt fyrir þessa þróun mála hafa Rússar ekki sent liðsauka til Kharkiv eða Luhansk enn sem komið er. Af þeim sökum er stór hluti af norðausturhluta landsins, sem er hernuminn af Rússum, viðkvæmur fyrir áframhaldandi gagnsókn Úkraínumanna segir í greiningu ISW.

En þrátt fyrir að ISW segi árásir Rússa við Bakhmut og Donetsk „tilgangslausar“ þá kemur hugveitan með skýringu á af hverju Rússar gera árásir þar. Hún er að bæirnir hafi „tilfinningalegt gildi“ fyrir þá Úkraínumenn, sem búa á svæðinu, sem eru hallir undir Rússa.

Verið sé að reyna að hvetja þennan hóp til dáða með árásunum. Segir ISW að Rússar sé mjög háðir því að fá hermenn frá Donetsk og Luhans héruðunum og það þurfi að tryggja að þeir sjái tilgang með því að berjast með Rússum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“