fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Segja Rússa sækja fram af „tilgangsleysi“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 19. september 2022 06:58

Rússneskir hermenn í Úkraínu. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flest bendir til að Rússar standi nú í tilgangslausum sóknaraðgerðum í stríðinu í Úkraínu. Þeir eru sagðir reyna að sækja fram í austurhluta landsins í stað þess að einbeita sér að því að verjast gagnsóknum Úkraínumanna.

Þetta er niðurstaða greiningar bandarísku hugveitunnar Institute for Study of War (ISW) sem setur spurningarmerki við hernaðartaktík Rússa í Úkraínu.

Í greiningu ISW segir að rússneskar hersveitir í Úkraínu haldi áfram að ráðast á Úkraínumenn í austurhluta landsins í stað þess að einbeita sér að eigin vörnum gegn gagnsóknum Úkraínumanna.

Rússar hafa einbeitt sé að bæjunum Donetsk og Bakhmut en þar hafa þeir gert árásir hvað eftir annað án þess að hafa unnið stóra sigra. Þessar árásir koma í kjölfar gagnsóknar Úkraínumanna i Kharkiv nýlega þar sem þeir hröktu rússneskar hersveitir frá stórum hluta héraðsins sem og smá hluta Luhansk.

En þrátt fyrir þessa þróun mála hafa Rússar ekki sent liðsauka til Kharkiv eða Luhansk enn sem komið er. Af þeim sökum er stór hluti af norðausturhluta landsins, sem er hernuminn af Rússum, viðkvæmur fyrir áframhaldandi gagnsókn Úkraínumanna segir í greiningu ISW.

En þrátt fyrir að ISW segi árásir Rússa við Bakhmut og Donetsk „tilgangslausar“ þá kemur hugveitan með skýringu á af hverju Rússar gera árásir þar. Hún er að bæirnir hafi „tilfinningalegt gildi“ fyrir þá Úkraínumenn, sem búa á svæðinu, sem eru hallir undir Rússa.

Verið sé að reyna að hvetja þennan hóp til dáða með árásunum. Segir ISW að Rússar sé mjög háðir því að fá hermenn frá Donetsk og Luhans héruðunum og það þurfi að tryggja að þeir sjái tilgang með því að berjast með Rússum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Selfyssingur í vanda út af dularfullum niðursuðudósum

Selfyssingur í vanda út af dularfullum niðursuðudósum
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ákærður fyrir hættulega líkamsárás á Litla-Hrauni

Ákærður fyrir hættulega líkamsárás á Litla-Hrauni
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ragnar Þór lætur Guðrúnu heyra það – „Til marks um rökþrota og kjánalegt viðhorf“

Ragnar Þór lætur Guðrúnu heyra það – „Til marks um rökþrota og kjánalegt viðhorf“
Fréttir
Í gær

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar
Fréttir
Í gær

Jón Þór fluttur í opið fangelsi – Reyndi að myrða barnsmóður sína á Vopnafirði í fyrra

Jón Þór fluttur í opið fangelsi – Reyndi að myrða barnsmóður sína á Vopnafirði í fyrra
Fréttir
Í gær

Fréttir af háum launum framkvæmdastjóra Slysavarnafélagsins Landsbjargar villandi

Fréttir af háum launum framkvæmdastjóra Slysavarnafélagsins Landsbjargar villandi