fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Fréttir

Segjast hafa komið upp um áætlun Rússa um að myrða ráðherra og yfirmann leyniþjónustu hersins

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. ágúst 2022 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínska leyniþjónustan, SBU, hefur handtekið tvo Úkraínubúa sem eru grunaðir um að hafa verið á mála hjá Rússum og hafi ætlað að myrða úkraínska varnarmálaráðherrann og yfirmann leyniþjónustu hersins.

The Guardian segir að samkvæmt upplýsingum frá úkraínskum yfirvöld hafi rússneska leyniþjónustan GRU staðið á bak við áætlunina. Átti að myrða varnarmálaráðherrann, yfirmann leyniþjónustu hersins og þekktan úkraínskan aðgerðasinna.

Rússnesk yfirvöld hafa ekki brugðist við þessum ásökunum og  rússneskir fjölmiðlar hafa ekki fjallað um þær.

SBU segir að annar hinna handteknu búi á svæði í Luhansk, sem aðskilnaðarsinnar hafa á valdi sínu, og hinn í höfuðborginni Kyiv. Þeim var að sögn lofað 150.000 dollurum af rússneskum útsendurum fyrir hvert morð.

Maðurinn frá Luhansk kom til Úkraínu í gegnum Hvíta-Rússland og var handtekinn í borginni Kovel ásamt manninum frá Kyiv.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Krafðist afhendingar gagna frá tíð Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra – Báru við þjóðaröryggi

Krafðist afhendingar gagna frá tíð Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra – Báru við þjóðaröryggi
Fréttir
Í gær

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“
Fréttir
Í gær

Styrktarféð verður notað til að endurnýja búnað og tæki 

Styrktarféð verður notað til að endurnýja búnað og tæki 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjö útköll hjá lögreglu í dag út af búðahnupli

Sjö útköll hjá lögreglu í dag út af búðahnupli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir þetta bestu fjárfestingu einstaklinga – „Þá fer þetta á autopilot“

Segir þetta bestu fjárfestingu einstaklinga – „Þá fer þetta á autopilot“