fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

Segja að aldrei hafi verið eins langt á milli Úkraínu og Rússlands hvað varðar friðarviðræður

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 5. ágúst 2022 08:00

Zelenskyy og Pútín á fundi í París 2019. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lítið hefur verið um friðarviðræður á milli Úkraínumanna og Rússa síðustu mánuði. Fulltrúar ríkjanna ræddust nokkrum sinnum við á fyrstu vikum stríðsins en síðan hefur ekkert hreyfst í þeim málum. Það eina sem ríkin hafa samið um er útflutningur Úkraínumanna á korni.

Fulltrúar beggja ríkja leggja mikla áherslu á að sýna umheiminum að þeir séu reiðubúnir til að setjast að samningaborðinu. En er raunhæft að telja að af því verði á næstunni?

Að undanförnu hafa Úkraínumenn beint sjónum sínum að Kína í þeirri von að geta fengið kínverska ráðamenn til að ýta við Rússum, sem eru nánir bandamenn Kínverja, og koma þeim að samningaborðinu. Volodomyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, sagði í samtali við South China Morning Post í gær að hann vilji ræða beint við Xi Jinping, forseta Kína, í þeirri von að hann geti notað áhrif sín til að stöðva stríðið. Ekki er þó víst að honum takist að ná tali af Xi. Hann hefur nú þegar reynt það en án árangurs sagði hann.

Eins og DV skýrði frá í gær þá sagði Gerhard Schröder, fyrrum kanslari Þýskalands og vinur og samstarfsmaður Pútíns, að Rússar séu reiðubúnir til að setjast að samningaborðinu.

Segir Rússa reiðubúna til samningaviðræðna um stríðið í Úkraínu

Jótlandspósturinn spurði Isabel Bramsen, sem einbeitir sér að rannsóknum á friði og lausn deilumála við háskólann í Lundi í Svíþjóð, um líkurnar á að ríkin tvö setjist við samningaborðið. Hún sagðist telja að þau hafi aldrei verið eins langt frá hvort öðru síðan stríðið hófst hvað varðar það að geta samið um frið. Hún sagði að samningurinn um útflutning á korni sýni að ríkin geti rætt saman og náð saman um eitthvað en það sé samt sem áður mjög langt á milli þeirra. Fulltrúar þeirra ræði ekki lengur saman.

Jonas Gejl Kaas, sem er aðjunkt í stjórnmálafræði við Árósaháskóla og sérhæfir sig í rússneskum utanríkis- og öryggismálum, tók í sama streng. Hann sagði að ríkin séu ekki á þeim stað þar sem þau kjósi að semja um frið og vísaði þar til þess að herir beggja ríkja hafa sótt fram á vígvellinum að undanförnu. Hann sagði að ef alþjóðlegar friðarviðræður eigi að takast þá verði kyrrstaða að ríkja, staða þar sem báðir aðilar telja að ekki sé lengur hægt að breyta stöðunni á vígvellinum. Staðan sé ekki þannig núna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína
Fréttir
Í gær

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Í gær

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum
Fréttir
Í gær

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“
Fréttir
Í gær

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Í gær

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi