fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fréttir

Stórsókn Úkraínumanna í Kherson er hafin – Segjast hafa brotist í gegnum varnarlínu Rússa

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 30. ágúst 2022 05:57

Úkraínskur hermaður. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínumenn segja að í gær hafi boðuð stórsókn þeirra í Kherson hafist. Markmiðið er að hrekja rússneska innrásarliðið á brott frá héraðinu og borginni Kherson en hún er eina stóra borgin sem Rússar hafa náð á sitt vald.

Það er því hart barist í Kherson núna en bæði héraðið og borgin bera sama nafn en borgin er höfuðstaður héraðsins. BBC segir að úkraínski herinn segist hafa brotist í gegnum fyrstu varnarlínu Rússa. Úkraínumenn segjast einnig hafa hrundið tilraunum Rússa til að gera gagnárásir.

Rússneski herinn viðurkenndi í gær að Úkraínumenn hefðu hafið sókn en sögðu að hún hefði mistekist og að Úkraínumenn hefðu orðið fyrir miklu tjóni.

Sky News segir að rússneski ríkisfjölmiðillinn RIA Novosti hafi sagt að Úkraínumenn hafi gert árásir á Nova Kakhova, sem er á valdi Rússa, og hafi eyðilagt vatns- og rafmagnslagnir til bæjarins.

CNN hefur eftir heimildarmanni í úkraínska hernum að úkraínskar hersveitir hafi náð fjórum bæjum, sunnan við Kherson, á sitt vald og hrakið Rússa þaðan. Hafi Rússarnir lagt á flótta ásamt aðskilnaðarsinnum frá Donetsk og Luhansk. Sagði heimildarmaðurinn að varnarlína Rússa hafi verið rofinn á þremur stöðum og að bæirnir Nova Dmytrivka, Arkhanhel‘s‘ke, Tomyna Balka og Pravdyne hafi verið frelsaðir úr höndum Rússa. Aðalmarkmiðið sé enn að ná borginni Kherson úr höndum Rússa.

Í daglegri stöðuskýrslu breska varnarmálaráðuneytisins frá í morgun kemur fram að Úkraínumenn hafi hert stórskotaliðsárásir sína í suðurhluta Úkraínu í gærmorgun og haldi uppi flugskeytaárásum á flutningslínur Rússar. Segir ráðuneytið að ekki sé enn hægt að staðfesta hvernig sókn Úkraínumanna gengur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Uppsagnir á ritstjórn Morgunblaðsins

Uppsagnir á ritstjórn Morgunblaðsins
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar
Fréttir
Í gær

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld
Fréttir
Í gær

Hlédís gagnrýnir gellupólitík – „Staðreyndin er sú að konur skipa flest æðstu embætti í dag“

Hlédís gagnrýnir gellupólitík – „Staðreyndin er sú að konur skipa flest æðstu embætti í dag“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmæla Sundabraut harðlega – „Gufunes er ekki bara tómt landsvæði til að fylla af malbiki“

Mótmæla Sundabraut harðlega – „Gufunes er ekki bara tómt landsvæði til að fylla af malbiki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum