fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Segja að FBI hafi leitað að leynilegum skjölum um kjarnorkuvopn heima hjá Trump

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 12. ágúst 2022 06:45

Mar-a-Lago er heimili Trump. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar liðsmenn bandarísku alríkislögreglunnar FBI gerðu húsleit heima hjá Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseta, á Palm Beach á Flórída á mánudaginn voru þeir meðal annars að leita að leyniskjölum um kjarnorkuvopn.

The Washington Post skýrir frá þessu. Blaðið hefur þetta eftir ónafngreindum heimildarmönnum sem þekkja vel til rannsóknarinnar.

Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvort skjölin tengjast bandarískum kjarnorkuvopnum eða kjarnorkuvopnum annarra ríkja. Sérfræðingar sögðu í samtali við blaðið að áhyggjur væru uppi um að leyniskjöl af þessu tagi geti endað í höndum rangra aðila.

Hvorki dómsmálaráðuneytið eða FBI hafa viljað staðfesta þetta.

Ekki er vitað hvort FBI fann það sem leitað var að heima hjá Trump.

Það var Trump sjálfur sem skýrði frá húsleitinni á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, á mánudaginn. Hann sagði meðal annars að FBI hefði brotist inn í peningaskápinn hans.

Merrick Garland, dómsmálaráðherra, staðfesti á fréttamannafundi í gær að hann hefði samþykkt ákvörðunina um að gera húsleit heima hjá Trump.

Bandarískir fjölmiðlar hafa skýrt frá því að Trump hafi tekið 15 kassa með leyniskjölum með sér úr Hvíta húsinu. Yfirvöld hafa mánuðum saman reynt að fá hann til að afhenda þessa kassa en án árangurs. Það er meðal þessara skjala sem skjöl um kjarnorkuvopn leynast að sögn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þættir um íslenskt grín fengu enga endurgreiðslu – Skýringar á því voru ófullnægjandi

Þættir um íslenskt grín fengu enga endurgreiðslu – Skýringar á því voru ófullnægjandi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sæþór segir að Sanna sé ekki vinsæl innan Sósíalistaflokksins – „Ekki hægt að hafa fulltrúa sem vinnur ekki með flokknum“

Sæþór segir að Sanna sé ekki vinsæl innan Sósíalistaflokksins – „Ekki hægt að hafa fulltrúa sem vinnur ekki með flokknum“
Fréttir
Í gær

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“
Fréttir
Í gær

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót
Fréttir
Í gær

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna
Fréttir
Í gær

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“