fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Fréttir

Danskir hermenn eiga að þjálfa úkraínska hermenn

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. ágúst 2022 10:00

Danskir hermenn á æfingu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Morten Bødskov, varnarmálaráðherra Danmerkur, tilkynnti í gær að 130 danskir hermenn muni annast þjálfun úkraínskra hermanna. Þetta er verkefni undir stjórn Breta.

Danska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Dönsku hermennirnir munu meðal annars þjálfa Úkraínumennina í notkun skotvopna, bardögum í bæjum og borgum, hernaðartaktík á vígvellinum og skyndihjálp.

Þjálfunin fer fram í Bretlandi en Danir opna einnig á möguleikann á að slík þjálfun fari fram í Danmörku.

Þjálfunarverkefnið er dæmi um að aðstoð Vesturlanda við Úkraínu er að færast á nýtt stig. Áður snerist hún að mestu um að útvega úkraínska hernum vopn til að hann gæti varist rússneska hernum en nú snýst þetta einnig um að gera herinn í stakk búinn til langvarandi stríðs en til að það sé hægt þarf hann marga hermenn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Segir ekki flókna ástæðu valda því að fólk drepi aðra sér til skemmtunar

Segir ekki flókna ástæðu valda því að fólk drepi aðra sér til skemmtunar
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Stjórnarmaður RÚV segir pólitíska slagsíðu hafa áhrif á fréttaflutning miðilsins – „Fáránleikinn náði hápunkti hér um árið“

Stjórnarmaður RÚV segir pólitíska slagsíðu hafa áhrif á fréttaflutning miðilsins – „Fáránleikinn náði hápunkti hér um árið“
Fréttir
Í gær

Sérstaklega hættuleg líkamsárás í gistiskýlinu

Sérstaklega hættuleg líkamsárás í gistiskýlinu
Fréttir
Í gær

Múlaborgarmálið: Braut Hannes gegn fleiri börnum?

Múlaborgarmálið: Braut Hannes gegn fleiri börnum?