fbpx
Laugardagur 18.október 2025
Fréttir

Danskir hermenn eiga að þjálfa úkraínska hermenn

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. ágúst 2022 10:00

Danskir hermenn á æfingu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Morten Bødskov, varnarmálaráðherra Danmerkur, tilkynnti í gær að 130 danskir hermenn muni annast þjálfun úkraínskra hermanna. Þetta er verkefni undir stjórn Breta.

Danska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Dönsku hermennirnir munu meðal annars þjálfa Úkraínumennina í notkun skotvopna, bardögum í bæjum og borgum, hernaðartaktík á vígvellinum og skyndihjálp.

Þjálfunin fer fram í Bretlandi en Danir opna einnig á möguleikann á að slík þjálfun fari fram í Danmörku.

Þjálfunarverkefnið er dæmi um að aðstoð Vesturlanda við Úkraínu er að færast á nýtt stig. Áður snerist hún að mestu um að útvega úkraínska hernum vopn til að hann gæti varist rússneska hernum en nú snýst þetta einnig um að gera herinn í stakk búinn til langvarandi stríðs en til að það sé hægt þarf hann marga hermenn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bjarki Fjarki hlaut 5 ár fyrir nauðgun – Taldi brotaþola hafa samþykkt BDSM-kynlíf

Bjarki Fjarki hlaut 5 ár fyrir nauðgun – Taldi brotaþola hafa samþykkt BDSM-kynlíf
Fréttir
Í gær

Maður sem gat ekki hætt að svíkja undan skatti dæmdur í tveggja ára atvinnurekstrarbann

Maður sem gat ekki hætt að svíkja undan skatti dæmdur í tveggja ára atvinnurekstrarbann
Fréttir
Í gær

Heimir Karls fengið nóg: „Ég get eiginlega ekki orða bundist“

Heimir Karls fengið nóg: „Ég get eiginlega ekki orða bundist“
Fréttir
Í gær

Pentagon hjólar í nýja þætti á Netflix – „Woke-rusl“

Pentagon hjólar í nýja þætti á Netflix – „Woke-rusl“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Samkeppniseftirlitið bregst við hótunum banka um vaxtahækkanir – „Brot á samkeppnislögum geta varðað ströngum viðurlögum“

Samkeppniseftirlitið bregst við hótunum banka um vaxtahækkanir – „Brot á samkeppnislögum geta varðað ströngum viðurlögum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Aukist að fólk geri upp glænýjar íbúðir – Nýjum innréttingum og gólfefnum fargað

Aukist að fólk geri upp glænýjar íbúðir – Nýjum innréttingum og gólfefnum fargað