fbpx
Föstudagur 10.október 2025
Fréttir

847 íslenskir læknar starfa erlendis – Mikill skortur á heimilislæknum hér á landi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. júlí 2022 08:00

Steinunn Þórðardóttir er formaður Læknafélagsins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú starfa 847 íslenskir læknar erlendis en á sama tíma er mikill skortur á heimilislæknum hér á landi. Mun færri heimilislæknar, hlutfallslega, starfa hér á landi en í flestum öðrum Evrópuríkjum.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að aðeins sextíu heimilislæknar séu fyrir hverja 100.000 Íslendinga. Aðeins í Grikklandi og Póllandi eru færri heimilislæknar á hverja 100.000 íbúa. Almennt eru um og yfir 100 heimilislæknar fyrir hverja 100.000 íbúa í ríkjum Vestur-Evrópu. Þar skera Portúgalar sig úr en þar eru tæplega 300 heimilislæknar á hverja 100.000 íbúa. Í Finnlandi eru rúmlega tvöfalt fleiri heimilislæknar á hverja 100.000 íbúa en hér á landi.

Hvað varðar barnalækna er staðan enn verri hér á landi því við erum langneðst á lista yfir fjölda þeirra á hverja 100.000 íbúa. Ísland er yfirleitt um miðjan lista í öðrum sérfræðigreinum, til dæmis kvensjúkdómalækningum, geðlækningum og skurðlækningum.

Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélagsins, sagði í samtali við Fréttablaðið  að starfsumhverfi heimilislækna sé erfitt hér á landi. Álagið sé mikið og verkefnin óljós. Sumir heimilislæknar séu með tvöfaldan eðlilegan fjölda skjólstæðinga. „Innan heilsugæslunnar er illa skilgreint hvað sé hámarksálag á heimilislækni og ekkert þak á fjölda skjólstæðinga,“ sagði hún og bætti við að heimilislæknar fái oft inn á sitt borð flókin verkefni sem ættu að vera á höndum annarra sérfræðilækna eða fagstétta. „Þau lenda oft í að vera sálfræðingur, félagsráðgjafi og allt mögulegt fyrir fólk, því það vantar fólk úr þeim stéttum á heilsugæsluna,“ sagði hún.

Nánar er hægt að lesa um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Díana nefnir dæmi um ótrúlega stöðu námsláns sem hefur verið greitt af í 12 ár

Díana nefnir dæmi um ótrúlega stöðu námsláns sem hefur verið greitt af í 12 ár
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Gera grín að auglýsingu fullveldissinna um bókun 35 – „Málþing haldinn“?

Gera grín að auglýsingu fullveldissinna um bókun 35 – „Málþing haldinn“?
Fréttir
Í gær

Biður fólk að velta því fyrir sér hvaða hlutverk það hefði leikið í helförinni – „Þarft að spyrja þig hvar þú fórst út af sporinu“

Biður fólk að velta því fyrir sér hvaða hlutverk það hefði leikið í helförinni – „Þarft að spyrja þig hvar þú fórst út af sporinu“
Fréttir
Í gær

Íslendingur handtekinn í Tælandi – Rauður pallbíll gerður upptækur

Íslendingur handtekinn í Tælandi – Rauður pallbíll gerður upptækur
Fréttir
Í gær

„Loksins er verið að segja upphátt það sem margir hafa vitað lengi“

„Loksins er verið að segja upphátt það sem margir hafa vitað lengi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Félagið Ísland-Palestína boðar til mótmæla vegna Möggu Stínu

Félagið Ísland-Palestína boðar til mótmæla vegna Möggu Stínu