fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Rússar sagðir skjóta allt í tætlur og sækja fram í Luhansk

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 25. maí 2022 08:00

Úkraínskur hermaður í Donetsk að vetri til. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar í Sjejverodonetsk í Luhansk í Úkraínu vita svo sannarlega af því að rússneskar hersveitir sækja að þessari iðnaðarborg. Serhij Hajdaj, héraðsstjóri í Luhansk, segir að Rússar láti flugskeytum og stórskotaliðshríð rigna yfir borgina og geri auk þess loftárásir á hana.

Í samtali við AFP sagði hann að staðan sé mjög erfið og versni með hverri klukkustundinni sem líður. „Þeir eru einfaldlega að eyða Sjeverodonetsk af yfirborði jarðar,“ sagði hann.

Eftir misheppnaða sókn sína að höfuðborginni Kyiv hörfaði rússneski herinn þaðan og hefur síðan einbeitt sér að Donbas en það er svæði sem Luhans og Donetsk mynda. Fjöldi Rússa býr í héraðinu. Það eru þeir sem Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, segist vera að bjarga frá „úkraínskum nasistum“.

Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, gefur ekki mikið fyrir þessi orð Pútíns og segir að Rússar séu að „jafna allt við jörðu í Donbas“.

Það er ekki neitt nýtt að barist sé í Donbas því aðskilnaðarsinnar, hliðhollir Rússum, hafa barist gegn úkraínskum hersveitum þar síðan 2014 og hafa notið stuðnings Rússa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Í gær

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Í gær

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis
Fréttir
Í gær

Grunur um manndráp á Akureyri

Grunur um manndráp á Akureyri
Fréttir
Í gær

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“
Fréttir
Í gær

Ítrekaðar ásakanir um dýraníð í Borgarfirði – „Fyrir framan mig var að hann að murka lífið úr einu lambinu“

Ítrekaðar ásakanir um dýraníð í Borgarfirði – „Fyrir framan mig var að hann að murka lífið úr einu lambinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna