fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Maðurinn sem sendi sprengjuhótun á Alþingi áfram í haldi – Grunaður um brot í 91 tilvikum á 4 árum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 17. maí 2022 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti á föstudag áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem er grunaður um gífurlegan fjölda brota, þar á meðal um að senda sprengjuhótun á Alþingi. Lögreglan hefur á undanförum árum sinnt á annað hundrað verkefna er varða manninn sem hefur búið hér á landi síðan 2017. 

Þann 16. mars var maðurinn handtekinn við Ráðhús Reykjanesbæjar vegna gruns um að hann hefði fyrr um daginn sent tvo tölvupósta á embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum þar sem hann sagði sprengiefni vera í byggingunni og hvatti fólk til að rýma húsið. Sama dag barst Ríkissaksóknara sambærileg sprengjuhótun.

Hann er eins grunaður um að hafa tæpri viku fyrr sent sprengjuhótun á Alþingi, en sú hótun varð til þess að framkvæmd var sprengjuleit af sprengjuleitarsérfræðingum, sérsveit og hundi.

Þann 7. mars bárust Securitas hf. þrjú árásarboð úr afgreiðslu Ríkissaksóknara. Þegar lögregla kom á vettvang var maðurinn þar staddur og var æstur. Starfsmenn ríkissaksóknara sögðu manninn hafa haft uppi beinar líflátshótanir í garð tiltekins opinbers starfsmanns.

Tveimur dögum fyrr var maðurinn staddur á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi þar sem hann hótaði því að sprengja spítalann ef hann fengi ekki afgreiðslu innan 45 mínútna. Lamdi hann þar í tölvuskjá og braut sótthreinsistand. Starfsmenn bráðamóttökunnar sögðu þetta ekki í fyrsta sinn sem maðurinn hegðaði sér með þessum hættu.

Í gæsluvarðhaldsúrskurði héraðsdóms kemur fram að maðurinn er talinn hafa komið fyrst til Íslands árið 2017, en hann fékk alþjóðlega vernd árið 2018. Á árunum 2017-2021 hefur lögregla haft til meðferðar alls 91 tilvik þar sem maðurinn er grunaður um refsiverða háttsemi. Er þar,  meðal annars, um að ræða mál sem varða hótanir um hryðjuverk, aðrar hótanir, líkamsárásir, umsáturseinelti, húsbrot, eignaspjöll, brot gegn opinberum starfsmönnum, brot gegn nálgunarbanni, skjalafals, vopnalagabrot og fleira.

Auk þess hafi lögregla sinnt á annað hundrað verkefna er varða manninn svo sem vegna tilkynninga um áreiti hans gagnvart einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum þar sem hann hafi mætt í eigin persónu og haft uppi ógnandi tilburði og hótanir. Eins hafi verið kvartað undan áreitni mannsins í formi fjölda tölvupósta, en þeir sem hafi kvartað undan slíku eigi það flestir sameiginlegt að hafa veitt manninum þjónustu eða aðstoð í gegnum tíðina.

Í úrskurði héraðsdóms segir:
„Áreiti hans hefur samkvæmt því sem greinir í greinargerð sækjanda verið ítrekað, á tíðum ofbeldisfullt, og til þess fallið að valda ótta og miklum óþægindum fyrir þá sem undir því hafa setið.“ 

Maðurinn hefur þegar verið sakfelldur tvisvar í héraðsdómi. Annars vegar fyrir skjalafals og hins vegar fyrir bæði skjalafals og umferðarlagabrot.

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur nú gefið út ákæru á hendur manninum í 5 ákæruliðum vegna 11 brota og svo hefur Héraðssaksóknari gefið út ákæru í 8 ákærulitum vegna brota gegn almennum hegningarlögum og vopnalögum.

Búið er að fara fram á að maðurinn verði látinn sæta geðmati, en það liggur þó ekki fyrir.

Ákæruvaldið telur ljóst að maðurinn muni ekki hætta brotum sínum er hann losni úr varðhaldi. Hann hafi einbeittan brotavilja og hafi hegðun hans stigmagnast daganna áður en hann var handtekinn. Héraðsdómari taldi ljóst að áframhaldandi gæsluvarðhald væri nauðsynlegt til að verja aðra fyrir árásum mannsins. Maðurinn mun því sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi til 7. júní en hann var handtekinn þann 16. mars s.l.  Úrskurð Landsréttar má lesa hér.

Sjá einnig: Staðfestu gæsluvarðhaldsúrskurð yfir síbrotamanni sem hefur ítrekað hótað að sprengja upp Alþingi og aðrar opinberar byggingar

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar