fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Staðfestu gæsluvarðhaldsúrskurð yfir síbrotamanni sem hefur ítrekað hótað að sprengja upp Alþingi og aðrar opinberar byggingar

Ritstjórn DV
Mánudaginn 25. apríl 2022 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness að síbrotamaður sæti gæsluvarðhaldi til 11. maí vegna ítrekaðra brota. Hefur maðurinn meðal annars hótað að sprengja upp fjölmargar opinberar byggingar eins og Alþingi, Ráðhús Reykjanesbæjar, skrifstofu Ríkissaksóknara og húsnæði Lögreglustjórans á Suðurnesjum.

Tekinn fyrir sjö mál á ellefu dögum

Maðurinn var handtekinn þann 16. mars síðastliðinn við Ráðhús Reykjanesbæjar vegna gruns um að hann hafi fyrr um daginn sent tvo tölvupósta á ensku á netfang embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum, þar sem fram kom að sprengiefni væri í byggingunni og að rýma ætti hana. Í kjölfar handtökunnar hafi maðurinn hrækt á lögreglumenn.

Um var að ræða sjöunda mál mannsins sem lögreglan hafði þurft að hafa afskipti af á 11 dögum. Sama dag hafði maðurinn sent samskonar sprengjuhótanir á ríkissaksóknara og lögreglustjórann á Suðurnesjum.

Degi fyrr hafði lögregla afskipti af sama manni í verslunarmiðstöðinni Firði í Hafnarfirði en þá var hann sagður hafa ráðist á annan mann með líflátshótunum.

Þann 10. mars er talið að maðurinn hafi sent tölvupóst á ensku á Alþingi og tilkynnt að sprengja myndi springa þá þegar í byggingunni. Sprengjuleit var framkvæmd í húsinu af sprengjuleitarsérfræðingum, sérsveit og hundi.

Þá var maðurinn handtekinn í afgreiðslu Ríkissaksóknara þann 7. mars síðastliðinn en þá hótaði hann opinberum starfsmanni lífláti. Tæpum sólarhring áður hafði hann sent sambærilegar hótanir á tölvupósti.

Tveimur dögum fyrr, þann 5. mars, hafði maðurinn komið á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi og hótað því að sprengja spítalann ef hann fengi ekki afgreiðslu innan 45 mínútna, lamið í tölvuskjá og brotið sótthreinsistand og dælu. Starfsmenn spítalans greindu lögreglu frá því að þeir þekktu til mannsins og að hann hefði áður haft í hótunum og verið til vandræða.

Fékk alþjóðlega vernd á Íslandi 2018

Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kemur fram að maðurinn hafi komið til Íslands árið 2017 og sótt um alþjóðlega vernd skömmu síðar. Hafi hún verið veitt árið 2018. Á árunum 2017 -2021 hafi lögregla haft til meðferðar alls 91 tilvik þar sem maðurinn er grunaður um refsiverða háttsemi. Sé m.a. um að ræða fjölda mála sem varði hótanir um hryðjuverk, aðrar hótanir, líkamsárásir, umsáturseinelti, húsbrot, eignaspjöll, brot gegn opinberum starfsmönnum, brot gegn nálgunarbanni, skjalafals, vopnalagabrot og fleiri brot.

Auk allra ofantalinna tilvika þar sem maðurinn hafi verið til rannsóknar vegna ætlaðra refsilagabrota hafi lögregla sinnt á annað hundrað verkefnum tengdum manninum, svo sem tilkynningum um áreiti hans gagnvart einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum þar sem hann hafi mætt í eigin persónu og haft uppi ógnandi tilburði og hótanir, einnig hafi áreitið verið í formi fjölda tölvupósta. Flestir þessara aðila eigi sameiginlegt að hafaveitt honum þjónustu eða aðstoð í gegnum tíðina.

Þá kemur fram að áreiti mannsins hafi verið mjög ítrekað og á tíðum ofbeldisfullt og sé til þess fallið að valda ótta og miklum óþægindum fyrir þá sem undir því sitja. Maðurinn  hafi í tvö skipti verið gert að sæta nálgunarbanni gagnvart einstaklingum vegna ofbeldis, hótana, ógnana og ítrekaðs ónæðis af hans hálfu. Þá sé varnaraðili undir grun um að hafa brotið gegn nálgunarbanni í að minnsta kosti eitt skipti. Í heild eigi varnaraðili á þessari stundu 23 ólokin mál í kerfinu.

Talin var hætta á að maðurinn myndi skemma fyrir rannsókn á málunum gegn honum og því staðfesti Landsréttur gæsluvarðhaldsdóminn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

98 ára úkraínsk kona gekk 10 km í skothríð til að sleppa frá Rússum – „Ég lifði síðari heimsstyrjöldina af og ég mun lifa þetta stríð af“

98 ára úkraínsk kona gekk 10 km í skothríð til að sleppa frá Rússum – „Ég lifði síðari heimsstyrjöldina af og ég mun lifa þetta stríð af“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Hera úr leik