fbpx
Mánudagur 20.október 2025
Fréttir

Búðarþjófur hrækti í andlit afgreiðslumanns

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. desember 2022 05:19

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á áttunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um þjófnað úr verslun í Háaleitis- og Bústaðahverfi. Þar reyndi maður að yfirgefa verslun án þess að greiða fyrir vörur sem hann hafði meðferðis. Þegar starfsmaður reyndi að stöðva hann gerði hann sér lítið fyrir og hrækti í andlit afgreiðslumannsins og hljóp út. Annar starfsmaður elti þjófinn þar til lögreglan handtók hann. Hann var fluttur á lögreglustöð og var látinn laus að skýrslutöku lokinni.

Á sjötta tímanum var ung kona stöðvuð þegar hún fór út úr verslun með ýmsar vörur án þess að greiða fyrir. Er hún sögð hafa gert þetta áður.

Tvær bifreiðar lentu út af Þingvallavegi í kringum miðnætti. Minniháttar meiðsl urðu á fólki í öðru óhappinu. Mikil hálka var á þessum slóðum.

Tveir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í gær.

Einn ökumaður var kærður fyrir akstur gegn rauðu ljósi og einn fyrir að vera ekki með gild ökuréttindi.

Einn ökumaður var handtekinn í nótt, grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna.

Í Hafnarfirði var tilkynnt um mikla fíkniefnalykt á stigagangi fjölbýlishúss í gærkvöldi. Þar voru höfð afskipti af konu og hald lagt á ætluð fíkniefni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Réttarhöld að hefjast yfir þremur mönnum sem sakaðir eru um að kveikja í Teslu-bíl lögreglukonu

Réttarhöld að hefjast yfir þremur mönnum sem sakaðir eru um að kveikja í Teslu-bíl lögreglukonu
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

„Íslendingar þurfa aðeins að fara að hysja upp um sig buxurnar hvað varðar mannasiði“

„Íslendingar þurfa aðeins að fara að hysja upp um sig buxurnar hvað varðar mannasiði“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður sem hlaut fimm ára dóm fyrir kynferðisbrot starfaði á Heimildinni og var handtekinn þar

Maður sem hlaut fimm ára dóm fyrir kynferðisbrot starfaði á Heimildinni og var handtekinn þar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldri maður sagður hafa áreitt unglingsstúlku við Engihjalla – Reyndi að komast inn í bíl hennar

Eldri maður sagður hafa áreitt unglingsstúlku við Engihjalla – Reyndi að komast inn í bíl hennar