fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Segja að allt sé að molna hjá Pútín

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 15. desember 2022 05:54

Pútín er sagður reikna með langvarandi stríði. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt því sem breska varnarmálaráðuneytið sagði í gær í daglegri stöðuuppfærslu sinni um gang stríðsins í Úkraínu þá er allt að molna hjá Vladímír Pútín, Rússlandsforseta. Ekki aðeins á vígvellinum heldur einnig á heimavelli þar sem fólk er farið að missa trúna á stríðsrekstrinum.

Ráðuneytið bendir á að rússneski þjóðernissinninn og fyrrum leyniþjónustumaður Igor Girkin tali um vanda við áætlun Rússa. Segir ráðuneytið að Girkin hafi sagt að hann hafi eytt tveimur mánuðum með herdeild í fremstu víglínu í bardögum í Donetsk. Síðasta upplifun hans sé að það séu taktísk vandamál við aðgerðir Rússa í Úkraínu.

Ráðuneytið bendir einnig á að Girkin hafi sagt að rússneski herinn sé ráði einfaldlega ekki yfir búnaði til að standa í nútímastríði.

Ákveðinn órói hefur verið á samfélagsmiðlum síðustu daga en þar hefur orðrómur verið uppi um að búið sé að reka Valery Gerasimov, hershöfðingja og æðsta yfirmann hersins að varnarmálaráðherranum undanskildum, úr starfi.

Sergei Shoigu (h), varnarmálaráðherra, og Valery Gerasimov (v). Mynd:EPA

 

 

 

 

 

 

Ekki er vitað hvort þetta er rétt og hefur Bretum ekki tekist að fá þetta staðfest.

En ljóst er að það er óróleiki á heimavelli á sama tíma og hermenn berjast í nístandi vetrarkuldanum í Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin
Fréttir
Í gær

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður
Fréttir
Í gær

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“
Fréttir
Í gær

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“