fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Rússar stela úkraínsku hveiti af miklum móð

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 5. desember 2022 08:00

Úkraína er meðal stærstu kornframleiðenda heims.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska geimferðastofnunin NASA segir að miðað við það sem sjáist á gervihnattarmyndum þá hafi Rússar stolið miklu af hveiti af úkraínskum kornökrum.

Í heildina eru Rússar sagðir hafa tekið rúmlega fimmtung hveitiuppskeru Úkraínu í haust.

Segir NASA að Rússar hafi skorið 5,8 milljónir tonna af hveiti á svæðum „sem eru ekki undir úkraínskri stjórn“. Segir NASA að verðmæti uppskerunnar sé um einn milljarður dollara.

NASA komst að þessari niðurstöðu með því að fara yfir gervihnattarmyndir í samstarfi við ýmsa samstarfsaðila.

Tæplega 27 milljónir tonna af hveiti hafa verið skornar á úkraínskum ökrum í haust og vetur.

Um 22% af uppskerunni eru á svæðum sem Rússar eru með á sínu valdi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Í gær

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga