fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fréttir

Rússneskir nýliðar neita að hlýða – „Við höfum allir verið blekktir“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 8. nóvember 2022 05:57

Hermennirnir mótmæltu í síðustu viku. Skjáskot/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef ungir rússar eiga að fara til Úkraínu að berjast í stríði Pútíns þá vilja þeir frá greitt fyrir það. Þetta er boðskapur margra þeirra ungu manna sem hafa gengið til liðs við herinn að undanförnu. Þeir hafa gripið til þess ráðs að fara í verkfall þar sem þeir hafa ekki fengið greidd laun.

Á síðustu dögum hafa margar upptökur birst frá Uljanovsk, sem er um 650 km austan við Moskvu, þar sem nýir hermenn kvarta hástöfum yfir að hafa ekki fengið greitt og er ekki annað að sjá en þeir hafi gripið til mótmælaaðgerða í herstöðinni sinni.

Á upptöku frá Telegramrásinni ChuvashiaDream sjást hermennirnir ræða hástöfum við foringjann sinn. „Ég kom alla leið frá Moskvu til heimabæjar míns til að skrá mig í herinn með vinum mínum af því að föðurlandið og forsetinn þörfnuðust okkar,“ segir einn hermannanna.

„Herforinginn sagði mér að eftir tvo til þrjá daga myndum við fá eingreiðslu upp á 300.000 rúblur,“ segir hann síðan.

En þarna grípur liðsforingi, kona, inn í og segir: „Það gerðist ekki.“

Þá hrópar hermaðurinn: „Víst, það gerðist víst.“

Þá segir liðsforinginn að þetta hafi einungis verið lagafrumvarp sem var ekki samþykkt: „Strákar, skiljið nú að ég lofaði ykkur ekki 300.000.“

Annar hermaður tekur þá til máls og segir: „Við höfum allir verið blekktir, þannig er það.“

Upphæðin sem um ræðir svarar til rúmlega 700.000 íslenskra króna en það eru miklir peningar fyrir almenna Rússa sem hafa margir hverjir aðeins sem svarar til um 135.000 íslenskra króna í mánaðarlaun.

Önnur upptaka frá sömu herstöð sýnir að sögn sömu hermenn mótmæla hástöfum í herstöðinni aðfaranótt 2. nóvember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Hrollvekjandi uppgötvun í niðurníddu verksmiðjuhúsnæði sögð benda til þess að Madeleine McCann sé látin

Hrollvekjandi uppgötvun í niðurníddu verksmiðjuhúsnæði sögð benda til þess að Madeleine McCann sé látin
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Indland gerir flugskeytaárás á Pakistan

Indland gerir flugskeytaárás á Pakistan
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Við erum ekki með verkfallsrétt…en allur hópurinn er hins vegar með atkvæðisrétt og þá byrja menn að sperra eyrun“

„Við erum ekki með verkfallsrétt…en allur hópurinn er hins vegar með atkvæðisrétt og þá byrja menn að sperra eyrun“
Fréttir
Í gær

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“
Fréttir
Í gær

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni