fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Fréttir

Ekkert jólahangikjöt til Bandaríkjanna

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 8. nóvember 2022 09:00

Hangikjöt er fastur hluti af jólahaldi margra Íslendinga.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugsanlega er hefðbundið jólahald Íslendinga í Bandaríkjunum í uppnámi. Ástæðan er að það gæti reynst erfitt fyrir þá að fá hangikjöt.

Morgunblaðið segir að yfirvöld matvælamála hafi tilkynnt um hertar reglur um innflutning á kjöti til landsins. Þetta þýðir að DHL-flutningsmiðlunin treystir sér ekki lengur til að taka við sendingum til Bandaríkjanna ef þær innihalda kjöt.

Þetta kemur sér illa fyrir fyrirtækið nammi.is sem hefur sent kjöt og aðrar íslenskar vörur til Bandaríkjanna í tvo áratugi. Hefur blaðið eftir Sófusi Gústavssyni, framkvæmdastjóra, að þetta hafi alltaf gengið vel, svo framarlega sem sendingarnar hafi verið til einstaklinga og magnið ekki of mikið.

Hefur fyrirtækið sent um þúsund slíkar sendingar á ári, mest fyrir jólin og páskana.

Ef ekki tekst að finna aðrar leiðir þá er ljóst að margar íslenskar fjölskyldur í Bandaríkjunum verða að vera án hangikjöts um jólin.

Hægt er að lesa nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jón Trausti um myndbirtinguna af barni Snorra – Gegn hefðbundnum siðavenjum fjölmiðla

Jón Trausti um myndbirtinguna af barni Snorra – Gegn hefðbundnum siðavenjum fjölmiðla
Fréttir
Í gær

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fasteignasali situr í súpunni vegna myglu

Fasteignasali situr í súpunni vegna myglu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rúmlega 4 þúsund Barnabónus pakkar afhentir nýbökuðum foreldrum

Rúmlega 4 þúsund Barnabónus pakkar afhentir nýbökuðum foreldrum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Karen lifði við ágæt lífsgæði en kemst nú varla fram úr rúminu – „Læknirinn yppti leiður öxlum og sagði að því miður gæti hann ekkert gert“

Karen lifði við ágæt lífsgæði en kemst nú varla fram úr rúminu – „Læknirinn yppti leiður öxlum og sagði að því miður gæti hann ekkert gert“