fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fréttir

Ekkert jólahangikjöt til Bandaríkjanna

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 8. nóvember 2022 09:00

Hangikjöt er fastur hluti af jólahaldi margra Íslendinga.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugsanlega er hefðbundið jólahald Íslendinga í Bandaríkjunum í uppnámi. Ástæðan er að það gæti reynst erfitt fyrir þá að fá hangikjöt.

Morgunblaðið segir að yfirvöld matvælamála hafi tilkynnt um hertar reglur um innflutning á kjöti til landsins. Þetta þýðir að DHL-flutningsmiðlunin treystir sér ekki lengur til að taka við sendingum til Bandaríkjanna ef þær innihalda kjöt.

Þetta kemur sér illa fyrir fyrirtækið nammi.is sem hefur sent kjöt og aðrar íslenskar vörur til Bandaríkjanna í tvo áratugi. Hefur blaðið eftir Sófusi Gústavssyni, framkvæmdastjóra, að þetta hafi alltaf gengið vel, svo framarlega sem sendingarnar hafi verið til einstaklinga og magnið ekki of mikið.

Hefur fyrirtækið sent um þúsund slíkar sendingar á ári, mest fyrir jólin og páskana.

Ef ekki tekst að finna aðrar leiðir þá er ljóst að margar íslenskar fjölskyldur í Bandaríkjunum verða að vera án hangikjöts um jólin.

Hægt er að lesa nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sjö útköll hjá lögreglu í dag út af búðahnupli

Sjö útköll hjá lögreglu í dag út af búðahnupli
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Segir þetta bestu fjárfestingu einstaklinga – „Þá fer þetta á autopilot“

Segir þetta bestu fjárfestingu einstaklinga – „Þá fer þetta á autopilot“
Fréttir
Í gær

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið
Fréttir
Í gær

Strætó ók á rútu við Fjörð

Strætó ók á rútu við Fjörð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bræður sakfelldir fyrir að þvætta tugi milljóna og annar fyrir að tilkynna ranglega um líkamsárás í sumarbústað

Bræður sakfelldir fyrir að þvætta tugi milljóna og annar fyrir að tilkynna ranglega um líkamsárás í sumarbústað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Kynlíf er stærsta atriðið í lífi hans“

„Kynlíf er stærsta atriðið í lífi hans“